Afturelding - 01.04.1961, Síða 12

Afturelding - 01.04.1961, Síða 12
AFTURELDING að hugsa um bænastundina á Op- stad í dag. Þar voru einnig nokkrir saman komnir og báðu fyrir manni, sem sat í fangelsi. Vissulega voru það ólíkar orsakir, sem höfðu leitt þá Pétur og mann- inn hennar í fangelsi. En hún vissi samt, að Guð var máttugur til að bænheyra. Það var nú ekki hið eiginlega farigelsi, sem hún á þessu augnabliki þráði að fá manninn sinn út úr. Nei, það var hið hræðilega fangelsi drykkjuskapar og lasta, sem hún óskaði að hann losnaði úr. Og eirmig æskti hún þess, ekki síst fyr- ir sjálfa sig. Hún vænti þess svo innilega að þessum þjáningatíma mætti ljúka, og að hún á ný mætti finna náð hjá Guði. Að hugsa sér, að fá að koma út úr þessu fangelsi kulda og kæruleysis, sem hún svo lengi hafði dvalið í, og fá að verða barnslega kristin á ný — geta beðið og öðlazt. Og einnig að vera lítið I jós fyrir meðbræðurna. Hún fór að hugsa um það, að í sannleika var lífið án Guðs eins og eyðimörk. Sú var tíðin, að hún hafði huggað sig við það, að ef hún aðeins væri gift og búin að eignazt sitt eigið heimili, mundi það vega upp á móti því sem hún hafði glatað, þegar hún missti gleðina í Guði. Hvílík villa! Hvernig var það eiginlega í þessum heimi! Maður setti sér eitthvert visst mark — náði því, en hvað kom svo? Engin full- nægja, aðeins tómleiki. Án Jesú var lífið eyðimörk. Það var þó satt! Nei, þegar maður hafði glatað friðnum við Guð, þá var vonlaust að vænta nokkurrar ánægju eða fuii- nægju í þessum heimi. Það lá í hlut- arins eðli, að sálin getur ekki nærzt af því sem jarðneskt er. Henni varð litið á Þór. Hann var sofnaður og hafði lagt höfuðið á húfu pabba síns. Hún horfði á 28 barnið um stund og hugsanir hennar hurfu til föður hans. Hvernig skyldi honum h'ða? Manninum hennar, sem einu sinni hafði séð svo vel fyrir þeim öllum? Að hugsa sér, að þetta skyldi allt vera veruleiki — hræðilegur, nakinn veruleiki, —nak- inn veruleiki. Það fer hrollur um hana. Hún stendur upp og vefur teppinu þéttar um sofandi barnið. Siðan stendur hún um stund eins og annars hugar. Bið! hljómar hið innra með henni. — Bið, bið! Ö, ef hún aðeins hefði þrek til þess. Sú var tíðin, að bænin hafði verið henni kærari og Ijúfari en allt annað, en nú — ó, sá sem hefði þrek til þess! Hefði þrek að tala við Guð! Ef hún fengi allt fært í lag aftur. Full- vissu um að allt væri burtu strokið. ÖIl þessi ár af þjáningu og synd! Freistandi rödd hafði gert vart við sig upp á síðkastið. Aftur og aftur hafði hún hvíslað: „Taktu lífið af þér. þá er allur erfiðleiki búinn.“ Já, víst kannaðist hún á ný við þessa rödd. Það var sama rödd, sem einu sinni liafði komið henni til að óhlýðnast Guðs orði. Ekki skyldi hún hrósa sigri í þetta skipti. Nei, aldrei! En riú var engu líkara en að hún allt í einu væri leidd af ósýnilegri hönd að stól og þar beygir hún kné sín. Hún spennir greipar. — Drottinn minn! Þú þekkir mig yzt sem innst. Þú hefur séð, hvað ég hef liðið í öll þessi ár. Þú veizt að ég hef orðið að líða fyrir óhlýðni mína allan þennan tíma. Þú einn þekkir, hvort til er björgun fyrir mig. Hef ég, ef til vill, sært þig svo djúpt, að ekki sé um neina hjálp að ræða fyrir mig? Ég kem hér, eins og þú sér — aum, fátæk oa; alls vana. Droltinn, hjálpa mér, að allt megi verða hreint á ný og ég öðl- ist frið við þig. Ég játa, að ég var þér óhlýðin. Ó, getur þú fyrirgefið mér? Góði Guð, fyrirgef, fyrirgef! Þú hefur sagt: „Ákalla mig á deygi neyðarinnar, ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“ Konan við stólinn fellur meir og meir saman og bænin breytist í hvísl og stunu, meðan líkaminn titr- ar af grátekka. ^ Lengi heldur hún áfram að biðja, og tárin streyma niður kinnarnar. Það er orðið svo einkennilega hljótt í eldhúsinu. Aðeins tif klukkunnar, stillt og rótt, heyrist í kyrrðinni. Alveg eins og hún vildi segja: — Ekkert liggur á. Kyrrðin fellur að síðustu einnig yfir hina biðjandi konu. Hin hvísl andi og þráláta rödd liljóðnar og hún hvílir í friði. Allt í einu kallar hún upp hátt og skýrt: — Faðir, má ég trúa því að þú hafir fyrirgefið mér? Get ég trúað, að þú hafir í sannleika strokið allt burtu? — Já, Jesús, ég trúi að þú hafir gert það. Ég vil trúa því. Þökk, herra, að þú hefur fyrirgefið mér synd mína. Ég þrái að ganga þína vegi héðan í frá —- ganga þá vegi, sem þú villt leiða mig á. Varðveit mig. Drottinn minn og Guð minn, varðveit mig frá synd- inni, frá óhlýðninni! Varðveit mig frá öllu, sem getur dregið mig frá þér aftur. Þú veizt að ég er þrek- laus, megna ekki sjálf að gera neitt — halda mér uppi. Gef mér þinn styrk og þinn kraft! Þú hefur sagt, að þú skyldir gefa hinum þreytta styrk og auka þrek hins þróttlausa. Þú hefur mátt og kærleika til að gefa mér náð að ganga allan veginn með þér. Þökk að ég mátti koma aftur til þín! Að stundu liðinni stendur hún upo. Það var kominn nýr blær yfir andlit hennar. Hið þreytulega en um leið æsta útlit hennar hafði

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.