Afturelding - 01.04.1961, Síða 11

Afturelding - 01.04.1961, Síða 11
AFTURELDING OLAF BARÁS: Nkngg'ar t'lýjja FKAMHALDSSAGA Að lokum fleygði hún sér í rúmið og sofnaði. * Næsta morgun tók hún ákvörð- ín. Hún ætlaði að halda Ioforð sitt við Aðólf. Smátt og smátt varð hún svo köld og kærulaus. Hún fór ekki lengur á samkomur. Það var svo óþægilegt að hugsa um liðna tímann, og að liann mundi aldrei koma aft- ur. Aldrei hurfu áhrifin af hinum leiftrandi orðum úr 2. Ivorintubréf- inu, aðeins ef hún sá Aðólf, komu orðin á ný í huga hennar. En svo forherti hún sig gagnvart þessu orði líka og losnaði að lok- um við áhrif þess. Brúðkaupsdagurinn rann upp og þá flutti hún til Láken. Nú breyttist allt. Hún J)urfti margt að færa í lag. Aðólf hafði verið einn síðasta árið og margt var kornið í óreiðu. Svo eignaðist hún Rannveigu litlu. En hún varð aðeins ársgömul. Þá veiktist hún og dó. Tveim árum síðar fæddist svo Þór. Þá varð nokkur breyting til batnaðar, en einatt fann hún þetta angurværa tóm innra með sér. Það var eins og lífið hefði misst lit sinn og gildi. Konan á stólnum hrökk við. Uss! mikið var orðið kallt inni. Hún stendur upp og gengur að eldavél- inni og leggur nokkrar spýtur á glóðina, svo að eldurinn glæðist á ný. Hún horfir á, hvernig eldurinn I®sir sig í nokkra kolamola, sem liggja þar. Um leið kemur í huga hennar: Var hún ekki einmitt lík svona svörtum kolamola? Einu sinni hafði kolamolinn verið heitur og glóandi. Þannig var það einnig með hana. Hún hafði einnig verið heit, hafði dreift yl og birtu í kringum sig, en nú? — Eldurinn í hjarta hennar var slokknaður — um alla tíð. Nei, það gat ekki verið svo, því að þá hefði hún ekki fundið svona undarlega sárt til á bænastundinni á Opstad í dag. Þar hafði liún nokkra, sem yljuðu frá sér. Það fann hún. Og þegar þeir báðu þar uppfrá, var það sem hún fengi heita þrá eftir því að eiga frið við Guð á ný. Skyldi það vera mögulegt að öðl- azt á ný hina misstu trúarglóð? Var það mögulegt að eignast aftur frið við Guð? Var til nokkur leið, sem hún gæti komið til baka? Átti hún nokkra leið til þess að snúa við? Já, vísast var vegurinn til, það vissi hún. Og það var, að auðmýkja sig og viðurkenna að hún hefði syndgað — að hún hefði óhlýðnast Guði. Viður- kenna, að Guð hafði rétt fyrir sér, en hún órétt. Já, það var vegurinn til baka. Alveg eins og Anton Op- stad hafði sagt í dag: „Ef vér játum syndir vorar, })á er hann trúr og rétt- látur, svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar.“ En það var erfitl að auðmýkja sig á þennan hátt. Það mundi ekki verða létt fyrir hennar harða hjarta. En það sem hún hafði orðið að reyna undanfarið, hafði hjálpað til að auðmýkja hana. Það var víst ekki orðið svo sérlega margt, sem hún gat stært sig af nú. Allt í einu kom í hugahennar eitthvað, sem hún hafði lesið nýlega. Þar var sagt frá kirkjugarði einum í Þýzkalandi. í þessum kirkjugarði voru meðal annarra, tvær grafir, sem lágu þar hlið við hlið, en með sín hvorn grafstein. Á öðrum steininum stóð orðið: „Glatað“, en á hinum: „Fyr- irgefið.“ Hún fann, að hún var komin á krossgötur í kvöld. Hún varð að velja nú! Hvernig skyldi grafskrift- in hennar verða, þegar lífsdagur hennar var allur? Hvort heldur skyldi þar standa: Fyrirgefið eða glatað! — Glatað! 0, nei, nei, slíkt mátti ekki koma fyrir! Var þá nokk- ur leið til björgunar? — Mamma! Hún kipptist við. Þór var setztur upp í rúminu. — Sefur þú ekki, drengurinn minn? — Mamma mín, viltu rétta mér húfuna hans pabba, líttu á, sem hangir þarna! Hann bendir í ákafa á vegginn, þar sem hversdagsföt Aðólfs hanga. Undrandi gengur hún Jjangað, tekur húfuna og réttir drengnum hana. Hann lyftir upp báðum höndum og grípur húfuna. Dregur hana síðan niður í rúmið og þrýslir henni að hjartastað og leggur hana því næst að vanga sér. Tárin koma fram í augun á Lovísu. Veslings litli drengurinn minn! — Mamma! Lestu um Pétur fyrir mig, ])egar engillinn kom og leiddi hann út. — Viltu gera það? Já, svaraði hún undrandi. — Það skal ég gera. Hún gengur að skápn- um, þar sem Biblían er geymd. Það er langt síðan hún hefur verið opnuð. Hún sezt á rúmstokkinn hjá Þór og flettir upp á 12. kap. Postulasög- unnar, og lágt en skýrt byrjar hún að Iesa. Hugsanir hennar hrífast rneir og meir af því sem hún les. Þegar hún kemur að 5. versinu, þar sem talað er um að söfnuðurinn hafi beðið fyrir Pétri, fer hún ósjálfrátt 27

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.