Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 3
AFTURELDIN G W. V. G R A N T „Kæri Guð, ég: er ekki verðugur^ Hver er ástæðan fyrir því að oft kemur ókunnugt fólk til guðsþjón- ustu okkar og öðlazt skírn í Heilög- um Anda, meðan safnaðarins eigin meðlimir leita eftir skírn Heilags Anda allt upp í tíu til tuttugu ár? Hvers vegna öðlazt margir trúað- ir ekki lækningu fyrir trú, meðan margir ófrelsaðir fá guðdómlega lækningu samstundis? í Fort Smith Arkansas bar það við í samkomu einni, að ég hindr- aðist í því að ganga niður í salinn til að biðja fyrir sjúkri, gamalli konu, sem allir virtu og töluðu vel um. Hún móðgaðist af þessu. En mjög sjúk, veikbyggð kona, sem aðeins einu sinni á ævinni hafði ver- ið á samkomu hjá okkur, hoppaði heilbrigð upp úr hjólastólnum sín- um, sem hún hafði verið budin við í átján löng ár. Hún öðlaðist lækn- ingu og gat nú gengið um allt. Fyrrnefnda systirin leit á það, sem hún hafði gert fyrir Guð. Hin síðari treysti á það, sem Guð hafði gert fyrir hana. Kvöld eitt í Bearden, Arkansas, varð kona, sem var fullkomlega blind, heilbrigð og fékk sjón sína aftur. Prédikari kom til mín á sömu samkomu og sagði: „Kona þessi er ekki trúuð. Hún sækir ekki guðs- þjónuslur. Og hér er ég, og ég er prédikari, og hef ekki öðlast lækn- ingu!“ „Það er vegna þess,“ sagði ég, „að þú treystir á það, að þú ert pré- dikari, en kona þessi treysti á það, sem Jesús hafði gert.“ Ég spurði mann einn í Oakland, Kaliforniu, hvort hann tryði því, að Drottinn mundi lækna hann? „Auðvitað hlýtur hann að gera það,“ svaraði hinn guðhræddi mað- ur, „því að ég hef starfað svo mikið fyrir hann. Ég hef verið prédikari í þrjátíu ár.“ Hann leit á það, sem hann hafði gert og öðlaðist ekki neitt frá Guði, meðan margir sem litu á það sem KVIKA DAGSINS Eins og við mætum ókenndum manni á förnum vegi, þannig mætum við hverjum nýjum degi. Hvað býr með ókenndum manni, sem við mætum rétt í svip, vitum við ekki. En þegar við höfum kynnzt hon- um, þá þekkjum við hann. Eins er það með hvern nýbyrjaðan dag. Við höfum mætt honum rétt í svip. En hvað með honum býr, vitum við ekki, fyrr en við höfum lifað hann. Með nýjum degi kemur ný náð og ný tækifæri, sem aldrei koma til baka. Þakklæti til Guðs yfir því að við megum lifa og við megum vænta þess að við mætum nýjum tækifærum, ætti að vekja sömu hræringar innra með okkur, og Guðs manninum, sem á vissum degi og glöggum tímamótum í lífi sínu, tjáir tilfinningar sínar til Guðs með þessum orðum: „Sá sem lifir, sá sem lifir, hann vegsamar þig, eins og ég í dag.“ Gleymum því aldrei að lífið, með tækifærum sín- um, er hin mikla Guðs gjöf til okkar! Með byrjun hvers dags er gott að hafa lofsöng til Guðs í hjarta sínu, því að slík afstaða dró alltaf blessun og velþóknun Guðs yfir lýð hans. Fyrr á tíðum gekk Guðs fólk ekki ávallt eftir sléttum braut- um að markinu. En ef 'það varðveitti lofsönginn til Guðs í hjartanu, þá máttu dagarnir og áfangarnir vera eins erfiðir og vera vildi, því að jafnvel dýpzt í táradalnum sungu þeir: „En samt ert þú hinn heilagi, sá er situr yfir lofsöngum ísraels.“ Dagar og stundir gátu tekið ýmissum breytingum í lífi guðsmanna fortíðarinnar, en það breytti ekki söng þeirra: „En samt ert þú hinn heilagi." Auður, velsæld og viðmót vina gat breyzt, en viðlagið var hið sama: „En samt ert þú hinn heilagi, sá er situr uppi yfir lofsöngum lsraels.“ Svona byrjuðu margir Guðs heilagir menn, suma hina erfiðustu daga í lífi sínu. En hvorki erfiðleikar né þrengingar gátu kæft lof- sönginn í hjörtum þeirra, því að hann var af öðrum anda, öðrum heimi, en allir erfiðleikar eru. Og út komu þeir úr þrengingunni, við næstu áfangamörk, sterkari og meira helgaðir Guði sínum, og sungu trúarsterkari en fyrr: „En sá sem lifir, sá sem lifir, hann vegsamar þig, eins og ég í dag.“ Á. E. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.