Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 14
AFTURELDING Mélið í krnsinni í þorpi einu í fjöllunum í Ken- tucky bjó fátæk ekkja. Hún lagði mikið á sig til þess að gefca haldið litla heimilinu saman, og liafa ofan af fyrir sér og börnum sínum eftir að maðurinn hennar lézt. Stundum fannst henni þó það ganga erfiðlega. Hænuungarnir sem hún var að ala upp fengu sjúkdóm og dóu. Börnin hennar urðu líka veik, en þrátt fyrir allt gat hún aldrei sleppt trúnni á að Guð bæri umhyggju fyrir henni. Krukkan sem hún geymdi mélið í fram í búrinu var nú að tæmast, og hana vantaði alveg peninga til að kaupa meira mél. Einn rnorgun sá hún greinilega að það sem eftir var í krukkunni mundi ekki nægja nema þann dag. Elztu börnin lét hún hafa nesti með sér i skólann, þó að það væri minna en vanalega. Einnig Tommi litli sem var heima, fékk dálítið að borða. Hún reyndi að brosa framan í börnin, þegar þau fóru í skólann eins og allt væri í lagi, en þegar þau voru farin bað hún Tomma að fara inn í herbergið og leika séi við klossana sína. Sjálf fór hún inn í svefnherbergið og fór að gráta. En Tommi heyrði grát hennar, opnaði hægt dyrnar og fór inn. „Mamma, hvað er að?“ sagði hann. „Ó, Tommi minn, ég er svo eyði- Iögð. Ég hef enga peninga að kaupa fyrir, og á morgun er ég komin al- veg niður á botn á mélkrukkunni okkar.“ Litli drengurinn varð hugsandi. Svo sagði hann: „En mamma, veizt þú ekki að Guð heyrir, þegar þú ferð að skrapa botninn í krukk- unni?“ Hjarta móðurinnar fylltist friði, því að hún vissi að litli sonur henn- 30 ar hafði rétt fyrir sér. Guð var aldrei svo langt í burtu að hann heyrði ekki það hljóð, hugsaði hún. Hann mundi ekki bregðast henni í þetta skipti, frekar en ella þó að hún sæi ekki hjálpina fyrir augum sér. Morguninn eftir bakaði hún brauð handa börnunum sínum af mélinu, sem var eftir. Hún vissi ekki hvernig hún gæti fengið meira. En hún var viss um að Guð mundi hjálpa á einhvern hátt. Rétt þegar börnin voru að; fara í skólann kom einn af nágrönnun- um inn til hennar, brosti og sagði EKOLAVEBMl) Kristniboði nokkur, ásamt félaga sínum varð einu sinni að fara á af- skekktan stað, til þess að sækja pen- ingaupphæð, sem nokkrir vinii hans höfðu sent honum gegnum bankann. Það var orðið dimmt áður en þeir komust alla leið heim, svo að þeir fólu sig Guði og lögðust til hvíldar og sofnuðu vært undir berum himni, undir fjallshlíð í eyði- mörkinni. Daginn eftir héldu þeir ferð sinni áfram. Eftir nokkrar vikur kom ókunn- ugur maður til sjúkrahúss kristni- boðsstöðvarinnar til þess að fá hjálp. Hann stóð lengi og starði á kristni- boðann, en sagði svo: „Ég hef séð þig áður.“ „Nei, það getur ekki verið,“ sagði kristniboðinn, „ég veit ekki til þess að við höfum nokkurn tíma sézt.“ „Jú, hélt maðurinn áfram, þú svafst undir fjallshlíð fyrir nokkrum vikum síðan. Við vorum nokkrir menn, sem sáum ykkur taka út pen- inga í bankanum, og við fylgdum ykkur eftir með það fyrir augum að ræna ykkur. En svo þorðum við vingjarnlega: „Þegar móðir mín og ég vorum að biðja í gærkvöldi, fór- um við allt í einu að hugsa um þig og litlu börnin þín. Okkur var það ljóst að þig vantaði mat og móður minni fannst að ég ætti að skreppa inn til þín og heyra, hvernig þú hefðir það. Hún sendi líka með mér smávegis, sem þú líklega ert í þörf fyrir.“ > Svona gerir Guð. Hann lætur okk- ur stundum bíða þangað til hann heyrir „hljóðið í krukkunni,“ en hann heyrir það áreiðanlega og bregst okkur aldrei ef við treystum honum. það ekki, þegar við sáum hermenn- ina.“ „Hermennina,“ kallaði kristniboð- inn upp brosandi, „það voru áreið- anlega engir hermenn með okkur á leiðinni, vinur minn.“ „Jú, sagði ræninginn, þeir voru sextán að tölu, við töldum þá, og þeir voru allir með sverð í hend- inni.“ Kristniboðinn mótmælti honum ekki, en sjálfum fannst honum þetta mjög merkilegt. Svo leið tíminn. Einu sinni þeg- ar þessi sami kristniboði var í lieim- sókn í heimalandi sínu, sagði hann frá þessu atviki á samkomu. Þegar samkoman var búin kom einn af vinum hans fram til hans og spurði: „Hvaða dag var það sem þú svafst undir fjallshlíðinni?“ —- Kristniboðinn tók fram dagbók sína og fann mánaðardaginn þar. Þá tók vinur hans fram sína minnisbók og þeir báru þær saman. „Þann daginn höfðum við okkar vanalegu vikubænasamkomu,“ sagði bann. „Þú varst lagður fram sem bænaefni, og við vorum sextán manns á samkomunni þetta kvöld!4'

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.