Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1961, Blaðsíða 13
AFTURELDINC* jStóíkozÚacft baznasoat Fyrir nokkrum árum síSan, er ég kom til borgarinnar Wales, kom ég á heimili hins heimsþekkta vakning- tartrúboða Evan Roberts, segir Lewi Pethrus frá á einum stað. Það var sérstök reynsla fyrir mig að hitta þennan mann, sem ég á æskuárum mínum hafði lesið um. Árin 1904 til 1906 var nafn hans þekkt um allan heim í sambandi við vakning- una í Wales. Evan Roberts, sem áð- ur var námumaður, en hafði þó um nokkur ár stundað nám við Biblíu- skóla, varð gripinn af Guði, og fylltur Ileilögum Anda, varð nú til óumræðilegrar blessunar og vakn- breytzt í ró og frið, sem nú livíldi yfir andlitinu. Þá er baráttan úti. Guði sé lof! Ó, bjarta ljós á lífsins mjóa stig til lífsins stranda kalla viltu mig. Lýs mér frá heimsins, harma og sorgadal — í himinsins bjarta dýrðarsah Uti geysar stormurinn og trjá- krónurnar skjálfa. Nokkur feyskin lauíblöð — minningar frá sumars- ins blessuðu dýrð — skrjáfa um leið og þau falla niður á milli greinanna og þeytast síðan í allar áttir útyfir snjóbreiðuna. Einmana förumaður gengur áfram veginn með hattinn þrýstan niðurá ennið og uppbrettan frakkakragann. Hann stefnir til norðurs, fram hjá búðinni. Tunglið er hnigið bakvið ásana 1 fjarska, en enn getur maður séð svolítinn glampa frá því. Skýin eru gullbrydd þar í kring. Framh. ingar fyrir hundruð þúsundir sálna. í samtali okkar sagði hann frá eftir- farandi: Eitt sinn var hann á ferð með járnbrautarlest og sat í lestinni og las Biblíuna. Þegar farmiðasalinn sá Evan Roberts, ggf hann sig á tal við hann, og bað hann að koma inn í klefa sinn og þar hófst samtal um Guðs voldugu verk. En þar sem far- miðasalinn þurfti oft að fara út úr klefanum, var Evan Roberts mikinn hluta leiðarinn'ar einn með hugsanii sínar. Þar í einverunni kom hugsun til hans, sem honum í fyrstu fannst óframkvæmanleg: Hann fékk það skýrt fyrir sig að hann skyldi biðja Guð að írelsa 100.000 sálir. Var svona bæn of djörf? Var leyfilegt að biðja þannig eða var það ofdirfska? Meðan lestin rann áfram varð það Ijóst fyrir honum, að sá Guð sem allt vald hefur á himni og á jörðu hefur einnig vald til að gera mikla hluti á þessu sviði. Að Guð vildi frelsa alla menn, það vissi Evan Roberts, og síðan bað hann Guð að frelsa hundrað þúsund sálir. — Og hvernig gekk þetta, spurði ég, frelsuðust hundrað þúsundir? — Ó, bróðir, sagði Evan Roberts og hló hjartanlega, mikið, mikið, fleiri. Öll Wales komst í snertingu við þessa vakningu og tala þeirra sem játuðu afturhvarf sitt fór langl fram úr hundrað þúsundum. Áhrif þessarar vakningar fóru um allan heim og allir þeir kirkjusöguhöf- undar, sem skrifað hafa um Hvíta- sunnuvakninguna, telja vakninguna í Wales upphaf hennar. Þvílík forréttindi að mega á æsku- árum gefast Guði. Evan Roberts var afgerandi krist- inn maður frá æskuárum. Þegar hann var þrettán ára gamall, var hann með á bænasamkomum og bað um vakningu. Eitt sinn heyrði hann einn af eldri þátttakendunum segja: — Ég verð að vera með á öllum samkomunum, því við vitum ekki hvenær svarið kemur. Þetta greip Evan Roherts, svo að frá þeirri stundu var hann með svo oft sem hann gat. Hann fékk síðan, sem ungur maður að vera með þeg- ar bænasvarið kom. Fáir menn hafa á líkan hátt sem hann fengið að sjá árangur og kraft andlegrar vakningar. Hér höfum við öll, ung sem gömul, okkar tækifæri. Við höfum öll hinn sama möguleika, að reyna Guð. Jesús segir: „Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlazt það og þér munuð fá það.“ Jj. Fálsson. Símasálgæzla. Félagsskapur sem stundar sál- gæzlustarf gegnum síma, og sem um margra ára skeið hefur starfað í nokkrum borgum í Vestur-Þýzka- landi, hefur nú einnig byrjað starf í París. Eftir upphringingu í núm- erið 7050 svarar „monsieur Jean“, það er prestur, sem ráðinn er af mótmælendakirkjuráðinu, og sam- starfsmenn hans eru læknir, lög- fræðingur og fleiri hjálparmenn. Fjöldi fólks hefur beðið um hjálp. Aðeins 10% af þeim sem leituðu hjálpar, báðu um peninga eða aðra efnislega hjálp. í sumum tilfellum hefur þessi sálgæzla afstýrt sjálfs- morði. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.