Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 15

Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 15
AFTURELDING Vakning í Kolumbíu. Nokkrir trúboðar frá Baranqu- illa, hafa sagt >þær dásamlegu frétt- ir, að vakning hafi brotizt út í land- inu. Vakningin kom skyndilega og þúsundir manna frelsuðust og fyllt- u^t Heilögum Anda, og fjöldi fólks fékk einnig að reyna lækningu fyrir líkama sinn. Samkomusókn hefur Verið stórkostleg og stundum hefur tala samkomugesta nálgazt 20 þús- undir. Bókabúðirnar hafa tæmzt af Biblium, Nýja testamentum og Biblíuhlutum, sem hinir nýfrelsuðu spyrja eftir. Aldrei hefur sézt slíkt hungur eftir Guðs Orði. Hin mannlegu verkfæri í vakn- ingunni eru trúboðarnir John og Jean Firth og einnig trúboðinn Eugene Jimenez. Mesta vandamálið er að fá nægilega stór samkomuhús fyrir hinn vaxandi fjölda samkomu- gesta. Undursamlegar lækningar eiga sér stað í samkomum þeim sem haldnar eru á daginn. Komið hefur fyrir að hundruð manna hafa lækn- azt í einni samkomu. Dtvarpsstöð borgarinnar og dag- blöðin hafa tekið eftir vakningunni og áhrif hennar hafa náð inn að bjarta þjóðarinnar. Þjóðþingið hef- ur tekið eftir áhrifum hennar og þetta mun án efa vekja bergmál yfir allt landið. Billy Graham gefur út nýtt blað. Nýtt mánaðarblað með hálfa niilljón að byrjunarupplagi hefur nýlega verið gefið út af Billy Gra- ham. Nafn blaðsins er „Decision“. Blaðið er 16 síður og árg. kostar 2 dollara. I leiðara fyrsta blaðsins skrifar B. G. meðal annars: Komm- únistarnir hafa greinilega sýnt gildi hins ritaða orðs, þegar um er að fæða að vinna þá sem fyrir utan standa. Við verðum að þekkja köll- un okkar nú fremur en nokkru sinni, að þjóna málefni Krists. 3 AlIEIT OG GJAFIR TIL FlLADELFlUSAFNAÐARINS. Þ.G. Eyjaf. kr. 231, Á.S. Rvik 100, N. N. 2000, N.N. 369, S.J. Gullbr. 100, S.P. Rvík 200, I.G. Ve. 1000, F.V. Svibj. 1500, S.S. 1000, A.B. Rvik 1000, N.N. 2000, H. J. Borgarf. 200, G. Th. Rvik 50, O. G. Norð-M. 500, N.N. 800, G.M Rang. 100. Ráð til að sigra Chrlstian Scrlver seglr svo frá, að Tnóöir hans hafl á hverju kvöldl, eftlr að hafa beðlzt fyrlr með syni slnum. lagt hönd sína á höfuð hans og blessað hann. Síðar í líflnu, þegar írelstingar mœttu honum, var l>að sem hann fyndi ávallt hönd móður slnnar á höfði sér og þá fékk hann kraft til að sigra. Laun sunnudagaskólakennslukonunnar. Prédlkarl helmsótti deyjandl hermann. Hermaðurinn bað hann að skrlfa nokkr- ar linur til sunnudagaskólakennslukonu. Hann sagðl: — Segðu hennl að ég deyl, sem krlstinn maður, ég hafi aldrel gleymt því, sem hún hafi kennt mér. Hún nam staðar. Einu sinnl var kristin kona, sem fór með Bibliuna sina tll prestslns síns og hugðist afhenda honum hana. Ástæðan fyrir þessu var sú, að henni fannst Guð vera búlnn að yflrgefa slg, og þar sem hún, þar af leiðandl átti enga huggun I Blbliunnl slnni, vlldi hún að prestur- inn gæfl hana elnhverjum, sem gæti notið hennar. Presturinn stakk upp á þvi, að hún yrða að kveðja Jesúm áður en hún yíirgæfi hann fyrlr alla tið. Þau krupu á kné. Presturinn þakkaði Guðl með hjartnæmum orðum fyrir alla þá blessun, sem hann hefðl veltt konunnl alit írá þeim tima, er hún lagðl lif sltt í hans hönd. Hann uppmálaöi kærleika Guðs og endurlausnarverk Jesú fyrlr íá- tæka syndara. Síðan kom röðin að kon- unnl að kveðja. Hvað varð hennl þá að orði? Jú: — Þökk, kærl Guð, fyrlr að ég má vera kyrr hjá þér! Þannig umbreyttist kveðja hennar I innilega þakkargjörð til Guðs fyrlr allan hans kærleika. Hún tók Bibliuna sina og gekk heimleiðis fagnandl glöð. KJALLARAHORNIÐ SKRIÐA FELLUR Á BÆ. Skíðastaðir hét bær til forna undir Vatns- dalsfjalli í Húnavatnssýslu. Á bæ þessum bjó til forna flugríkur bóndi. Hann hafði mörg hjú og hélt þeim fast og miskunnarlaust til vinnu. Svo gekk bóndi hart að hjúum sínum með vinnu á sumrum, að hann lét aldrei neina vinnukonu vera heima til eldhússtarfa. Þar að auki lagði hann þá skyldukvöð á þær að hafa alla stórelda, er hafa þurfti alla vikuna, á helgum dögum. Leyfði hann stúlkunum hvorki að sækja kirkjur né sinna lestrum. Einn sunnudag árla sást frá bæ einum vestanverðu í Þinginu að maður í hvítum klæðum (eng- ill) gekk norður eftir Vatnsdalsfjalli. Hann hafði sprota í hendi og nam staðar upp undan Skíðastöðum. Þar laust hann sprotanum á fjallið. En jafnskjótt sprakk þar fram afar stór skriða úr fjallinu. Hún varð æ stærri og meiri, því lengra sem hún velltist ofan eftir hlíðinni og féll hún yfir allan bæinn á Skíðastöðum, svo að enginn maður komst af, utan ein stúlka. En hún hafði oft sýnt liðsinni og miskunn mörgu nauðlíðandi fólki, sem aðrir á Skíðastöðum höfðu lokað hjarta sínu fyrir. Hér virðist því vitnisburður Biblíunnar hafa ræzt: „Dómurinn verður miskunnarlaus þeim, sem ekki auðsýndi miskunn, miskunnsemin gengur sigrihrósandi að dómi. — Frá til- drögum að björgun stúlkunnar verður sagt í næsta kjallarahorni. (Almenn sögn í Vatnsdal og Þjóðsögur Jóns Árnasonar). 31

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.