Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 2
(Stuðlaberg í Dverghömrum á Síðu). Hafnaði ráðherrastöðu — en Þegar ritstjóri Aftureldingar var í Svíþjóð s.l. sumar, var sagt frá því á fjölmennri tjaldsamkomu, að næsta dag mundi Ephraim Kay- umba frá Kongó koma til borgarinn- ar og jafnframt tala á tjaldsam- komunni sama kvöld. Þar sem all- mikið hafði verið talað um mann þennan, margra hluta vegna, vakti þetta nokkra eftirvæntingu hjá fólki að sjá og heyra þennan mann. KvöldiS eftir var hið stóra tjald troðfullt. Ephraim Kayumba talaði Guðs orð í krafti Heilags Anda, svo að auðséð var að boðskapurinn af vörum þessa þeldökka gáfumanns, snerti við hjörtunum. Ephraim Kayumba er mikill mað- ur vexti og kveSur mikiS aS honum. Hann hefur notiS góSrar menntun- ar. Þegar Kongó varS sjálfstætt ríki, var honum boSin ráSherra- staSa, en hann hafnaði tilboðinu, og tók á sig andúð landsmanna sinna fyrir, annarra en kristinna. Ástæðan fyrir því, aS hann neitaSi að verða ráðherra, var sú, sagði hann, „að Drottinn minn og frelsari hefur kallað mig til að boða fagnaðar- erindið." Fyrir nokkrum árum skirði Drott- inn hann í Heilögum Anda. Rétt um sama leyti vitraðist móður hans það frá Guði, að hann mundi takast ferð á hendur til mjög fjarlægs lands og prédika fagnaðarerindið þar fyrir hvítum mönnum, án þess sjálf- ur aS þurfa að greiða einn eyri í ferðakostnað. Og nú var fylling tímans komin. Einmitt í sumar köll- uðu hvítasunnumenn hann til Sví- þjóðar og buðu honum að greiSa allan kostnað við ferðir hans, ef hann vildi koma, án þess að þeir hefSu neitt vitaS um vitrun móður hans. Fyrir tíu árum leið Kayumba af vondum hjartasjúkdómi. Læknar höfðu gefið upp alla von um þaS að hann fengi nokkurntíma bata. I ney& sinni gekk hann til Krists með sjúkdóm sinn, og Drottinn læknaSi hann fullkomlega. Og nú á síðast- liðnu sumri feraðist hann bæði um Svíþjóð, Finnland og Noreg og varð mörgum til blessunar gegnum trúarferskan vitnisburð sinn. Við vini sína sagSi hann viS eitt tæki- færi, að vel gæti svo farið að heim- ferð hans aftur til lands síns, gæti þýtt það, að hann þyrfti aS innsigla trú sína og köllun meS blóSi sínu. :

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.