Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 6
AFTURELDING þín af þér heimtuð! Vei mér! Ég er bráðum kominn inn í eilífðina og er ekki undir það búinn. Ég hef Iifað Iangt líf, en aldrei haft tíma til að hugsa um eilífðarmálin, og nú get ég ekki einu sinni fengið líf mitt framlengt um einn dag. Herra læknir, eruð þér Guðs barn?" Ég skil ekkert í guðfræði," svar- aði ég með léttúð, því mig langaði að komast fram hjá þessari spurn- ingu. En ég fann að það misheppn- aðist. „Guðfræði! Svona talaði ég líka og hélt ég væri laus við það. Nei, nei, það er ekki hægt! Það er hræði- legur sannleikur að Guð er eyðandi eldur. Hann lætur ekki að sér hæða. Eftir nokkrar klukkustundir mun ég mæta honum, sem ég hef ekki viljað trúa á, og það verður mér til dóms. Getið þér ekki skrifað lyfseðil upp á meðal, sem getur lengt líf mitt, þó ekki væri nema nokkra daga? Flýtið yður læknir! aðeins að ég fengi að sjá birtu dagsins einu sinni enn! Heyrið þér það? Hver og einn verður að gera Guði reikningsskil fyrir sín eigin verk." „Ég skal skrifa," sagði ég annars hugar, og greip pennann, sem lá á borðinu fyrir framan mig. Raun- ar hafði ég ekkert aS skrifa. Ég vissi að allt var vonlaust, en ef til vill, mundi það friða manninn. „Má ég sjá það?" sagði hann um leið og hann þreif lyfseðilinn úr höndum mér. „Læknir, ég skil lat- ínu." Þegar hann sá þaS sem ég hafSi skrifað, reif hann bréfmiðann í smásnepla, og hrópaði: „Nei, nei, ekkert yfirvarp! ÞaS er ekkert lyf til við dauSasjúkdómi. Á þessari nótt, verð ég að mæta dómara min- um." „Þér getiS sent boS eftir presti," sagði ég, til aS segja eitthvað. „Presti! Hann verður þá víst að vera kaþólskur, svo að hann geti selt mér syndafyrirgefningu fyrir 70 peninga, því hjá Guði er engin náð fyrir mig. Það er of seint! Ef hér væri aðeins að ræða um peninga, gæti ég gefið allt, allt! Já, aðeins fyrir að mega lifa nokkra daga. Nei, ég þarfnast hvorki prests eSa læknis, aSeins manns, sem er fús til aS grafa gröf mína. En hvers vegna biSjiS þér ekki sjálfur, herra lækn- ir? GetiS þér ékki hrópað til Guðs? Á knjánum! Þér eruð ungur og hjarta yðar er ennþá ekki forhert eins og mitt. Ef til vill svarar Guð yður, biðjið um, að ég fái að minnsta kosti að lifa einn dag í viðbót. Á knjánum, segi ég! Sjáið þér ekki að sál mín er á barmi glötunarinnar?" Ég veit ekki ennþá hvernig ég kom niður á kné mín, en við krupum öll sem vorum inni. Hitt fólkiS grét og ég reyndi aS biSja til þess Guðs sem ég þekkti ekki, í fyrsta sinn á ævi minni. En þegar um vesalings manninn var að ræða, var það of seint. Maðurinn var þeg- ar dáinn. Ofreynslan hafði slökkt lífsneistann sem eftir var. Eg megnaði ekki að vera lengur inni, heldur flýtti ég mér sem mest ég mátti út á götu. Áætlun mín hafði verið aS fara á kvöldskemmtun, en ég gat það ekki. Þess í stað ráfaði ég um göturnar í stormi og vondu veðri. Mér var alveg sama. Hjarta mitt var eins og ólgandi haf. „Ertu Guðs barn?" Þessi orð enduróm- uðu í hjarta mínu alla nóttina. Fyrri h'fsskoSun minni var sópaS burtu, og allt það sem ég hafSi sótzt eftir og dreymt um, var nú í augum mínum, minna en ekki neitt. Mér varS það ljóst, að það sem mig vantaði, var friður Guðs. Ennþá voru tvær vikur til jóla. Á þessum tíma barðist ég harðri baráttu. Voldug öfl börðust um sál mína. Áður hafði heimurinn haft mig fullkomlega á sínu valdi, svo að þaS var ekki svo auðvelt að losna allt í einu, þótt ég vildi þaS. Vinir mínir, yngri og eldri, komu til mín og reyndu á allan hátt að fá mig til aS hrinda þessum alvar- Iegu hugsunum frá mér. Þeir sögSu, að þetta væri ímyndun hjá mér, og að þetta þunglyndiskast mundi bráðum batna, og þá væri ég kom- inn aftur til þeirra. Þeir gátu ekki heldur án mín veriS, sögSu þeir. Hvernig mundu skemmtanir þeirra verSa, ef ég væri ekki þar. Þar hafði ég veriS hrókur alls fagnaS- ar. Sumir höfSu meira aS segja hót- anir í frammi. Þeir sögSu aS fram- tíð mín, sem starfandi læknis væri búin aS vera. Heldra fóIkiS mundi segja skiliS viS mig, vegna þess aS það væri ekki hægt að treysta mér framar, og svo yrði ég aðeins lækn- ir fyrir nok'kra fátæklinga. En allt þetta hafði engin áhrif á mig. Það mátti kosta, hvað sem það kosta vildi. AS mæta dauSan- um eins og þessi maður, gat ég ekki hugsað mér. „Sjá hann biður," var sagt um Pál postula forðum, þegar hann hafði mætt Jesú Kristi á leiðinni til Damaskus. Og ég baS til GuSs, bæSi daga og nætur. Lögmál Guðs dæmdi hið synduga líf mitt. Ég sá það nú, að meira að segja allar hugsanir mínar hefðu verið gegnum sýrSar af synd. Ég skildi vel orð Jesú við Nikodemus, að allt þyrfti að verða nýtt og að enginn, sem ekki væri fæddur af vatni og anda, gæti séð GuðsríkiS. En ég spurði sjálfan mig, hvernig getur þetta orðið? En sá sem leiðir hina fátæku og voluðu rétt, heyrði af náð sinni andvörp syndarans. „En þeir sem ég lít til, eru hinir auðmjúku, og þeir sem hafa sundurmarinn anda, og skjálfa fyrir orSi mínu." (Jes. 66. 2). JólahátíSin kom, en á allt annan hátt, en ég hafði hugsað mér. Guð leiddi mig að jötunni í Betlehem þar fann ég gleði, sem enginn getur tekið frá mér. Framn- á »»8tn s£8u-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.