Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 13
AFTURELDING á uitt f<zrn gatut kjáHfiac) Ungur maður, Clayton að nafni, sem bjó í Bandaríkjunum, átti verzl- un, sem hann rak með miklum dugn- aði. Hann var ríkur og átti fallegt heimili, ágætis konu, og litla, ljós- hærða dóttur, sem hann dáðist að og elskaði mikið, og var hún með honum alls staðar. Hann hugsaði mikið um framtíð hennar. En allt í einu kom dauðinn eina nótt, og tók þennan fjársjóð frá hon- um. Þessi þungbæra sorg braut hann algerlega niður. En þar með var ekki sorgarbikarinn fullur, því að aðeins nokkrum vikum seinna, kom engill dauðans í annað sinn á þetta heimili. Nú tók hann elskulegu konuna hans. I örvæntingu sinni vissi hann varla, hvað hann gerði. Hann lang- aði að komast í burtu frá þessum stað, og seldi þess vegna heimili sitt og verzlun, og fór út í heiminn til þess að deyfa tilfinningar sínar. Hann ferðaðist stað úr stað, þangað til að hann var búinn að hcimsækja næstum öll lönd veraldarinnar. En hann fann hvergi ró, og eftir nokkur ár finnum við hann á Havajaeyjum. Eftir stutta dvöl á þessum stað, var honum boðin staða, hjá land- stjórn Bandaríkjanna, sem hann þáði. Honum heppnaðist vel, og eftir stuttan tíma, var honum falið ennþá ábyrgðarmeira starf að inna af liendi. Rétt á eftir kom beiðni frá Wash- ington, um að fá hann til að taka að sér undirbúning að komu Taft, fyrrverandi forseta, til Havajaeyja. Hann átti að sýna honum eyjarnar, bæði frá landi og sjó, og sjá um öll þægindi fyrir hann á ferðinni. Einnig átti hann að gefa honum all- ar upplýsingar, sem hann óskaði eftir. Clayton innti þetta verk af hendi með miklum dugnaði og fékk hrós fyrir. Eftir dálitinn tíma kom önnur beiðni frá Washington, um að gera hið sama fyrir annan merkan borg- ara, William Jennings Bryan, að nafni. Hann undirbjó allt fyrir þenn- an mann á sama hátt, og eins sam- vizkusamlega. Morguninn eftir að Bryan og konan hans voru komin, var farið með þau kringum eyjarnar á skipi, þeim til skemmtunar. En um kvöldið báðust hjónin afsökunar, og fóru inn í skrautlegan sal á skipinu, sem þau höfðu til umráða. Strax á eftir heyrði Clayton og aðrir vinir hans, sem á þilfarinu voru, að Bryan var að lesa í Biblíunni og biðja, ásamt konu sinni. Þeir sem hlustuðu á það, hlógu og glottu liver til annars. — Næsta kvöld á sama tíma endurtók þetta sig. Seinna um kvöldiö, er allir voru farnir að sofa, var Clayton einn eft- ir á þilfarinu. Hann stóð þar í tungls- ljósinu, og horfði niður á hinar þunglyndislegu öldur, og var að velta fyrir sér, hvort það væri ekki bezt að gera enda á hinu gleöisnauöa lífi sínu, og hverfa í burtu frá þess- um dimma og grimma heimi. Þá heyrði hann allt í einu fóta- tak fyrir aftan sig, og þegar hann snéri sér við, sá hann sér til undrun- ar, að hinn tigni gestur var kominn til hans. Hann var fáklæddur eins og hann í skyndi heföi smeygt sér í það, sem hann hafði næst sér. Bryan lagði vingjarnlega hönd sína á armlegg hans og sagði: „Ég hef veitt þér athygli allan tímann sem ég hef verið hér um borð, og ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að það er eitthvað, sem íþyngir þér. Mig langar mikið til þess að hjálpa þér.“ Maðurinn, sem hafði truflazt í sínum þungu hugsunum, svaraði: „Já, það er rétt, herra minn,“ „en það er enginn sem getur hjálpaö mér.“ „En, viltu ekki segja mér sögu þína?“ hélt Bryan áfram. Spurningin var borin fram í svo miklum kærleika og hluttekningu, að Clayton sýndi engar mótbárur. Og svo sagði hann honum allt. — Einnig hinar árangurslausu tilraunir síðari ára, til að öðlast lifslöngun á ný. Þá lagði Bryan arm sinn utan um hann og sagði: „Ég á vin, sem getur hjálpað þér.“ „Hvað eigið þér við herra — hjálpaö mér!“ En nú skulum við lofa Clayton sjálfum að segja frá hvernig fór: „Áður en ég vissi af, féll Bryan á kné, og dró mig niður við hliðina á sér, og byrjaöi að biðja. Aldrei hef ég heyrt slíka bæn. Meðan tárin streymdu niður kinnar hans, hróp- aði hann til Guðs af allri sálu sinni, að bjarga mér. Og eins fljótt og elding fer gegnum loftið, náðu orð- in hjarta Guðs. Á þessari nóttu, á þilíarinu, á þessu skemmtiferðaskipi nálægt Havajaeyjum, hjálpaði þessi maður mér að taka á móti Jesú Kristi sem vini mínum og frelsara. Ég hef verið á þessum stað síðan, og hef lifað breyttu lífi, í breytt- um heimi.“ 77

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.