Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 18
AFTURELDING Hin mesta uppgötvun Þcgar stjörnufræðingurinn, Galli- leo, uppgötvaði að jörðin snérist kringum sólina varð hann öllum samtímamönnum sínum til athlægis. Hann varð meira að segja neyddur til :að taka skoðun sína aftur. Nú er hverju einasta barni kennt það í skólunum, að jörðin snúist um sól- ina. Þegar hinn mikli læknir William Harvey, uppgötvaði það, að hjartað dældi blóðinu út í líkam- ann, trúði því enginn maður. Nú láta bæði læknar og hjúkrunarkonur fingur á slagæðina, til þess að at- huga blóðrásina. Enginn er í vafa um það lengur, að blóðið er á hreyf- ingu frá og til hjartans. Þegar verkfræðingurinn, James Watt, uppgötvaði gufuaflið, var heimurinn mjög í vafa um uppfinn- inguna. Og þegar Georg Stephenson var að smíða eimreið, til þess að not- færa sér þetta afl, var hann álitinn draumóramaður. En nú bruna hrað- lestir, knúnar áfram af gufuaflinu, um lönd og álfur, sem staðfesta þennan sannleika. Þegar Morse uppgötvaði það, að hægt væri að senda rafmagn í gegn- um vírþráð, og orðsending gæti far- ið yfir Atlantshafið á broti úr sekúndu, voru allir sammála um að það væri ómögulegt. Nú er enginn í vafa um það lengur. Bifreiðar, þráðlausar skeytasend- ingar, flugvélar, neðansjávarritsími o. fl., sem á byrjunarstigi var mjög gagnrýnt og mætti undrun og at- hlægi, hafa fengið viðurkenningu sína, og hafa orðið öllu mannkyni til hagræðis og blessunar. Þegar J. Y. Simson, hinn mikli læknir í Edinborg, sem var frægur fyrir það að uppgötva svefnlyfið (klóróformið), var spurður um, 82 hvað væri hin mesta uppfinning hans, svaraði hann ákveðið: Mesta uppgötvun mín var, þegar ég upp- götvaði það, að ég var mikill synd- ari og Jesús var mikill frelsari. Gagnvart þessari uppgötvun er heimurinn enn þá kærulaus og efa- blandinn, enda þó að hún sé mest af öllum. Enginn kemur til himins nema fyrir Jesúm Krist. Spurt og svarað SPURT: Mig langar til að spyrja um það, hvort það muni vera sama upprisan, sem talað er um í 1. Þess. 4,16 og í Opinberunarbókinni 20, 4—6. S. F. SVAR: Þetta eru tvö stig í sömu upprisu, fyrri upprisunni eða upp- risu réttlátra. Orðið í 1. Þess. 4,16 segir frá fyrri þættinum í endur- komu Krists. Þá munu allir þeir, sem dáið hafa í lifandi trú á Krist, rísa upp, og þeir sem lifa og eftir eru, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Droltin í loftinu. Eftir að burthrifningin hef- ur átt sér stað, gengur þrengingin mikla yfir heiminn. Þá kemur Anti- Kristur fram, en þegar vald hans verður sem mest, verður hver sá deyddur, sem reynir að halda fast við trúna á Drottin, og vill ekki til- biðja líkneski dýrsins. (Opinb.13, 15). Þegar svo Jesús kemur sýnilega til jarðarinnar með sínum heilögu, (sambr. Júdasarbr. 14. vers) í lok þrengingarinnar miklu, til að sigra Anti-Krist og dæma þjóðirnar, sem hafa fylgt honum, þá er það, sein þeir rísa upp, sem liðið hafa píslar- vættisdauða undir valdatíma Anti- Krists, og þeir munu ríkja með Kristi í þúsund ár. „Þetta er fyrri upprisan“, segir í Opinberunarbók- inni 20,6. Með því er átt við, að þá fullnast fyrri upprisan. Á. E. AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuO — aö undanteknum júli og ágúst — og verður 84 síður á ári. — Árg. kostar kr. 35.00 og greiðist i febrúar. Verð í Vesturhelmi 2 doil. A Norðurlöndum 8 danskar kr. — 1 lausasölu kr. 8.00 eint. IUTSTJÖBI: Ásmundur KiríkBson. ÚTGEFANDI: Filadelíia. — Siml 16856. — Rltstjórn og afgreiðsla: Hverflsgötu 44, Reykjavik. Borgarprent & Co. — Reykjavik. ÁHEIT OG GJAFIB TIE FlLADEEFlUSAFNAÐABINS. N.N. Rvík kr. 4000, S.J. Rvík 622,55, M. H. Noregi 591.71, M.S. Noregi 4.675.43, H. M. Rvík 500, S.H. 1000, S.J. Rvík I. 618.65, N.G. Bæ 200, N.N. Drangsnesi 600, N.N. Drangsnesi 200, G.G. BarSastr. 500, (1 minningu um Þ.S.) G.K. 400, (í minningu um Þ.S.) H.G. BarSastr. 100, Reikandi 500 G.B. Hafnarf. 500, N.N. Rvík 500, H.J. Rvík 200, Þ.IJ. Rvík 500, N. N. Fljótum 200, U.J. Rvík 100, N.N. Rvík 200, K.J. Stykkish. 1000, Amerísk stúlka Keflavík 900, N.N. Rvík 125, N.N. Rvik 200, S.J. Rvík 3.101.05, K.A. Sví- þjóð 1.666,85, N.N. 55, A.K. 1000, Þ.H. 500, Ó.S. Hafnarf. 200. Samtals kr. 26.256.24 OBGEESJÓÐUR Ebba kr. 100, A.B. 100, S. Akureyri 500, N.N. Akureyri 500, A.B. Rvík 100. S.J. Rvik 2,244,96. — Samt. kr. 3,544,00. Kristniboðssj. G. Eiland. V.M. Rvík kr. 30, S.J. Rvík 25, G.L. 300 V.M. Rvík 100, G.K.G. Rvík 100, N.N. 50, N.N. Akureyri 3000, S.J. Rvik 25, A.G.M. Rvík 20, M.A. 100, K.H. Rvík 100, Þ.Á.E. Rvík 25. — Samt. kr. 3,875,00. Minninpargjafir kristnib.sj. R.G. Rvik kr. 25, R.G. Rvík 25, G.J. 25, N.N. 25, N.N. 50, N.N. 20, N.N, 70, Á.Á. 50, Á.St. 25, Á.S. 25, V.M, 50 N.N. 100, Þ.Á. Rvík 25, Á.G. og G.R, 50, R. og R.G. 50, Í.E.Þ.E. 150, J,G, 25, A.G. 25, Þ.E. 25, N.N. 25„ N.N. 25, Á.B. Rvík 900. FíladeljíusöjnMurinn jlytur öllum, er minnzt hafa safnaðarins á þennan hátt, innilegar þakkir, me 3 ósk um Guös blessun.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.