Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 17
AFTURELDING Heilrœði fyrir œskufólk 1) Byrjaðu hvern dag með bæn, og endaðu hvern dag með þakkar- gerð. Les í Biblíunni hvern morgun, og áður en þú lest nokkuð annað. Vanræktu ekki þitt andlega líf. — sveltu ekki þína eigin sál. 2) Lát engan sunnudag líða svo, að þú gangir ekki til guðsþjónustu, í Guðs húsi. Ver þakkarefni fyrir forstöðumann þinn og söfnuðinn, er þú tilheyrir. 3) Settu þér að vaxa að vizku. Þroskaðu skajjhöfn þína. Bezlu gáf- ur þínar tjá sig í því, að vilja vaxa, þroskast. Þú hefur enga hugmynd um, í hvílikum mæli gáfur þínar og hæfileikar gela þroskazt, ef þú aðeins heldur út og þreytist ekki. Legg stund á að þroskast. 4) Temdu þér að fara vel með tima og jieninga. Að fara rétt með þessa hluti, er mikill ávinningur fyrir lífsafkomu hvers manns. Vertu hagsýnn á límann. Vertu stundvís. Vertu sparsamur. Gættu eyrisins og krónan gætir sín sjálf. 5. Cæt þín fyrir skuldum. Freist- ingin til að setja sig í skuldir, mun ekki láta standa á sér. Stattu stöð- ugur gegn þeirri freistingu. Slít þínum eigin klæðum, en ekki ann- arra. Ogreidd fasteign, er þú befur lagt sjraraða peninga þína í, reikn- ast ekki sem skuld. 6. Vertu alréltur í kynningu þinni við „hið annað kyn“. Leik aldrei með eld ástarinnar. Leyfðu sjálf- um þér enga léttúð. Ver trúr til dauðans. 7) Ræktu skyldur þínar og sam- band við foreldra þína svo lengi, sem þú lifir. Skrifaðu þeim oft, heimsæktu þau oft. Heiðraðu föður og móður. Og síðast en ekki sízt: Settu það aldrei undir mæliker, að þú sért kristinn. Að heyra Kristi til, er heiður þinn og aðalsmerki. (Úr De sju Punkternas bok). Hið skemmda hljóðfœri Litlar frásagnir geta slundum gef- ið þýðingarmikla Iærdóma, bæði fyrir líkama og sál. Fyrir nokkru átti eldri deildin við unglingaskóla einn að mæta í hljóm- leikatíma. Hljófæri einnar stúlk- unnar var þá svo sprungið að senda varð það á verkstæði. Hvernig átti hún nú að fara að þessu? Jú, hún varð að fá sér lánað mandólín. En enginn vildi lána henni mandólínið sitt. Þeir gátu ekki hugsað sér að lána það í ókunnar hendur. Einn svaraði stúlkunni á þessa leið: — Ef ég hefði átt slæmt og gam- alt hljóðfæri, hefðir þú mátt fá það. En nú get ég það ekki, því að mitt er alveg nýtt og ég borgaði fimm hundruð krónur fyrir það. Særð í hjarta og með grátna brá mætti stúlkan í kennslustundinni. Allt var mishejrjjnað. Kennarinn hlustaði með athygli á frásögn ungu stúlkunnar, sem átti skemmda hljóðfærið. Síðan byrjaði „meistarinn“ að segja frá hvernig hans eigið dýrmæta hljóðfæri liti út. — Þetta er hljóðfæri, sem á liðn- um árum hefur fengið á sig alls konar rispur og bletti þvert og endi- langt, en það er heiðurshljóðfæri. Og fagurt er í því hljóðið enn. Þessi litli atburður minnti mig á hvað Guð gaf — lét af hendi — til okkar í Jesú Kristi. En hann var ekki sjálfum sér líkur, þegar hann kom til baka til himinsins, heldur var hann særður og merktur af minni synduga hönd. Stríðið og kvölin í Getsemane orsakaði það, að það blæddi úr húðinni, þyrnarnir risp- uðu blessað ennið hans, gerðu þar djúp för. Naglarnir ristu lifandi hendur hans. Lífsins blessaða hljóð- færi, sem aldrei nokkri sinni mun Hendurnar mínar Ég þakka Guði fyrir hendurnar mínar. Með þeim get ég unnið öll mín störf. Þær get ég líka notað í Jjjónustu Guðs, og það ber mér að gera. Það gleður mig að hugsa um, þegar þær hafa rétt að öðrum kristileg blöð og smárit. Hlýtt handtak hefur og margan glatt. Mér er liugsað til þeirra, sem einkum að næturlagi rétta hendur sínar eftir því, sem annarra er, og ekki er rétt. Á slíkan hátt eigum við ekki að nola okkar heilu hend- ur, sem Guð hefur gefið okkur. — Lílum á þa?r og spyrjum okkur, hvað hafa þær gert, rétt eða rangt? Frambjóðum okkur sjálf Guði, svo hendur okkar verði í hans Jijónustu. Hvernig notar þú hendurnar Jiín- ar? + + * Kvislað í eyra pófa. Það er alkunna að rússneski geimfarinn, Gagarin, sagði, að hann hefði hvergi orðið var við Guð, enda tryði enginn sannur kommúnisti á Guð, bætti hann við. En vitið þið, hverju hann kvíslaði í eyra páfa, er hann var í kurteisisheimsókn i Rómaborg þar stuttu á eftir? í mannþrönginni í Páfagarði, gengu þeir litla slund hlið við hlið, páfi og Gagarin. Þá hvíslaði Gagarín lágri röddu í eyra páfa: „Konan mín lá allan timann á bæn til Guðs fyrir mér, meðan ég var í geim- ferðinni.“ láta af að gefa undursamlega tóna um fyrirgefningu, frelsi og frið. Drottinn hjálpi mér og okkur öllum að tína lífinu fyrir hann, sem að fyrra bragði gaf sig fyrir okkur. Við þurfum að frelsast frá eigin heiðri, hroka og mannhræðslu. Þá getur tónninn að ofan heyrzt í lífi mínu. 81

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.