Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.12.1962, Blaðsíða 12
AFTURELDING Fögur hugsun! Megi hún verða dæmigerð í anda og sannleika. Við trúum því, að gegnum störf kristni- boða okkar, séu þau verk unnin að markinu verði náð dag einn.“ Þannig skrifaði faðir minn, Anton Taranger forstöðumaður, í Julens Harold rétt fyrir áramótin 1919 og ,20. Varla var prentsvertan þornuð á þessum orðum, er faðir minn var kallaður heim til Drottins. Um margra ára skeið, hafði hjarta hans slegið fyrir kristniboðinu yfirleitt, en sérstaklega fyrir Suður-Ameríku. Rétt fyrir dauða sinn varð hann frumkvöðull að því að hvítasunnu- söfnuðurinn í Örebro (Svíþjóð) sendi út kristniboða. Þann fyrsta hvítasunnutrúboða til þessa lands. Faðir minn átti átta syni, sem hann bað mikið fyrir. Hann hafði það sem stöðugt bænaefni, að minnsta kosti einn af þeim, kallaði Guð sem kristniboða til þess lands, sem væri „hinn mest vanrækti kristniboðsak- ur í heimi.“ En það áleit hann að Suður-Ameríka væri. Bænasvarið sá hann aldrei. En það kom eigi að síður. Og það var þegar Guð kallaði mig til Brasilíu. Um það bil, sem síðari heimsstyrj- öldinni var að ljúka, var ég ásamt fjölskyldu minni, reiðubúinn að fara út á þennan trúboðsakur, er faðir minn sá alltaf fyrir augum sér. Landamærin höfðu aftur opnazt. Trúboðarnir hurfu aftur til baka til starfsgreina sinna, og nýir bættust við. „Ansgar“, eigin flugvél trúboðs- ins, bar þessa vígreifu Guðs þjóna á vængjum sínum beint til trúboðs- akranna. Ég og kona mín, fundum, að nú var tíminn kominn, einnig fyrir okkur. En réttan helming farareyris okkar vantaði. Hvaðan skyldi það koma? Dag einn hringdi forstöðumaðurinn í Hvítasunnusöfnuðinum í Skövde, Edvin Náslund. Hann spurði, hvort okkur vantaði fjárhagshjálp til þess 76 að komast þangað, sem Guð hefði kallað okkur. Hérna var það, sem skórinn kreppti. Með hasti skyldi ég koma og hafa persónulegt sam- band við söfnuðinn í Skövde. Sagt og gert. Árangurinn: Fíladelfíu- söfnuðurinn í Skövde lagði fram það sem á vantaði fjárhagslega og bauðst til að standa á bak við okk- ur með alla fjárhagslega hjálp, meðan við störfuðum í Brasilíu. Þegar við komum til Brasilíu, var forsvarsmaður starfsins á því svæði, sem ég hvarf til, orðinn mjög veill á heilsu, en trúarsterkur. Það var Climaco Bueno. Heilsa hans gaf meira og meira eftir, og að- eins eftir nokkur ár, tók Drottinn hann heim í dýrðina, eftir dygga og trúverðuga þjónustu. Hin síðastliðnu sjö ár hef ég þjónað söfnuðinum í Porto Alegre, sem nú hefur vaxið svo, að hann telur 10.000 meðlimi. Hér er við- varandi vakning. í hverri einustu samkomu biðjum við fyrir frelsis- leitandi sálum. Mörgum sinnum ske undraverð kraftaverk á heilsu fólks gegnum bæn. Og heilir skarar af fólki fá að reyna skírn Heilags Anda. Á starfssvæði þessa safnaðar er unnið umfangsmikið starf. Við höf- um 60 sunnudagaskóla. I söng- og hljómlistarstarfinu eru 700 manns. Útvarps-guðsþjónustu höfum við á hverjum degi, þannig að við kaup- um útvarpstímann hjá frjálsri út- varpsstöð. Árið 1949 stofnuðum við elliheim- ili. Voru það sérstaklega kristniboð- arnir Norlund, er hrundu þessu í framkvæmd. Hefur þetta heimili orðið til ómetanlegrar l)lessunar fyr- ir margt aldrað fólk. Drengjaheimili reistum við 1960 og er það nú griða- staður fyrir milli 30 og 40 drengi, sem öllum hefur verið bjargað frá undirheimum borgarlífsins. Síðastl. vor byggðum við viðauka við þetta Nils Taranger heimili, fyrir 25 drengi. Þessum drengjum eru fengin viss verkefni að leysa af hendi. En þetta er að- eins sem dropi í hafinu móts við þörfina, því að samkvæmt opinber- um skýrslum og tölum er talið að um 40.000 drengir séu heimilislaus- ir. Þörfin, að koma hér til hjálpar, er því svo brennandi sem hugsazt getur. Svo eru þúsundir telpna, sem þurfa sömu hjálpar við. Við skilj- um það, sem köllun frá Guði að gera allt sem við getum fyrir þetta alltvantandi fólk. Og við trúum því að Guð muni blessa allar greinar kristniboðsins áframhaldandi, sem hingað til.“ Nils Taranger.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.