Afturelding - 01.01.1976, Síða 11

Afturelding - 01.01.1976, Síða 11
ER ÞETTA BIBLÍAN ÞÍN? ÍGJULEIÐ undir, með stimpli og innsigli, forsetavalds Bandaríkja Norður-Ameríku. Gjört í borginni Washington 30. marz 1863 og 87 árum eftir stofnun Bandaríkjanna. Abraham Lincoln. William H. Seward U tanríkisráðherra. Eftirmáli: ,,Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði”: segir Davíð konungur í ísrael. í einlægni er mér spurn. Skyldi vera nokkur þörf, meðal íslenzkrar þjóðar, að gefa gaum framan- rituðu? Vandaðir og hæfír menn, em valdir til forystustarfa. — Útkoman er Evrópumet t dýrtíð. Milljarða halli á inn og útflutningsverzl- un og á sama tíma magnast óráðsía, glæpir og allsslags ófögnuður. Þjóðin drekkur brennivín fyrir 4800 milljóna króna árið 1975. Morðin koma á færibandi, hvert af öðm. Fangelsin em full. Ráðleysi er við dunur hafs og brimgný, eins og Ritningin segir. Framanþýdd þingsályktun frá Bandaríkja- þingi. á miklum örlaga tímum, í þjóðlífi þeirra, mætti takast til alvarlegrar athugunar af Alþingi íslendinga og forseta Lýðveldisins Herra Kristjáni Eldjárn. Ég hvet trúað fólk í landinu, að biðja um vakningu, meðal stjórnenda þjóðarinnar. Að þingmenn og ráðherrar, megi hvetja til bæna og föstu, iðrunar og syndajátningar. ,,Helzt mun það blessun valda.” 31. janúar 1976 Einar Gíslason. Hér hef ég legið í eina viku. Eigandi minn gleymdi mér, er hann var hér síðast. Hann hélt hann þyrfti að hafa mig með, en það varð enginn bibiíulestur. í staðinn kom aðeins hlátur og gaman. Dyravörðurinn fann mig var spyrjandi, hver það væri sem ætti mig, en það stóð ekkert á titilblaðinu. Það hlýtur að vera einhver af leiðtogunum, sem hefur gleymt henni hér, sagði hann. Þeir höfðu samkomu í kvöld. Ég legg hana hér í skápinn, þar til einhver spyr eftir henni. Og svo var ég lögð t skápinn með söngbók- unum og öðrum blöðum. En í kvöld kom nokk- uð einkennilegt fyrir mig. Dyravörðurinn tók mig úr skápnum og spurði: — Er þetta Biblían þín? Sá sem var spurður, tók við mér og fletti blöðunum nokkra stund og hristi svo höfuðið. — Nei, það hlýtur að vera Biblía einhvers annars. Svo var ég sett aftur í skápinn. En það var allt svo einkennilegt. Hann, sem hafði flett blöðunum nokkra stund, var eigandi minn, en hann þekkti mig ekki. Hefur hann ekki meiri áhuga á mér en þetta, að hann hefur eftir nokkra daga gleymt hvernig ég lít út? Ég sem veit, hve mikið hann þarfnast mín. Hann er, eins og allar aðrar manneskjur, eilífðarvera, sem þarfnast brauðs lífsins. Ég hef heyrt um megrunarkúra, en andleg megmn er ekki heppileg. Ef hann bara vissi, hve mikla gleði ég vil gefa honum, þá mundi hann ekki láta mig liggja hér. En það er auðvitað með hann, eins og svo margar nútímamanneskjur, þær hafa svo mikið að gera, að þær hafa ekki tíma til að lesa Guðs orð. Það er skaði, mikill skaði. Nú ligg ég hér og vonast til að eigandi minn komist að því, að hann þarfnast mín, því ég hef ekki stærri ósk, en að verða til blessunar. — Úr sænsku. 11

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.