Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.08.1976, Blaðsíða 20
LUKAS LÆKNIR OG PÁLL POSTULI (Höfundur þessarar greinar er Halldór Magnússon frá Grundarbrekku t Vestmanna- eyjum. Halldór er borinn og barnfæddur Eyjamaður. Sonur Þorbjargar Jónsdóttur og Magnúsar Eyjólfssonar. Þau hjón vom bæði stofnendur Betelsafnaðar í Vestmannaeyjum. Ungur að ámm byrjaði Halldór störf við fyrstu fískimjölsverksmiðju á íslandi. Starfaði hann þar meira en 1/2 öld. Lengst af sem verksmiðjustjóri. Halldór var orðlagður starfs- maðurog húsbóndahollur. Góðmenni sem gott er að minnast. Ungur að ámm eignaðist Halldór afturhvarf og skírðist með Heilögum Anda. Hann var skírður af Niels Ramselíusi niðurdýf- ingarskírn og gerðist meðlimur í Betel. Eins og greinin ber með sér, þá kann Halldór vel að koma fyrir sig orði. Enda í fremri röð prédikara meðal hvítasunnumanna. Halldór var gifturjónu Gísladóttur ættaðri úr Árnessýslu. Bjó hún manni sínum fagurt og gott heimili. Jóna var einlæg trúkona og mikill aðdáandi frelsarans Jesú Krists. Hjónaband þeirra var elskulegt i raun. Fyrir nokkmm ámm fór Jóna heim til Drottins. Halldór fór til Eyja eftir gos og á heimili hjá Ingu stjúpdótturog Þórði tengdasyni að Faxastíg 2A í Eyjum.) Lúkasar guðspjall er ritað árið 63 e.Kr. Höfundur þess er Lúkas læknir. Aðal markmið þess er að kynna Jesúm fyrir hinum heiðna heimi. Jesús var sendur af Guði til að vera frclsari mannanna. Lúk. 2.11. Fernt var það sem gerði Lúkas hæfan til þessara starfa: Hann var af Grískum ættum, fæddur í Antiokkíu og ólst þar upp. I Antiokkíu 20 varð mikil kristileg vakning og náði þar hámarki sínu: Hann var læknir: Hann var samstarfs- maður Páls hins mikla heiðingja postula. Það' er vitnisburður fmmsafnaðarisn í Jerúsalem að guðspjall Lúkasar hafi orðið til vegna samstarfs- ins við Pál, ásamt Guðlegum Innblæstri Heilags Anda. Lúkas hefir fljótlega skynjað hversu hæfur Páll var til að kenna og upplýsa í Heilögum Ritningum. í Páli sameinaðist gyðingleg sál, grísk menning og rómverskur heimsborgararétt- ur. Ódauðleg hollusta syndarans, sem hlaut frelsi fyrir náð. Þetta allt renndi stoðum undir hæfni Lúkasar, til að draga upp mynd af Jesú. Við athugum að Lúkas var ekki með Jesú Kristi, þó svo hann riti eitt að fjómm Guðspjöll- unum. Viljirðu athuga þetta, þá skaltu lesa með nákvæmni upphaf Guðspjallsins fyrstu fjögur versin. Þá tekurðu eftir að það er stílað til eins manns, sem er hinn göfugi Þeofílus. Þar segir, að með því að lesa og bera saman, verði hann sjálfur fær um að ganga úr skuggu um áreiðanleik þeirrar frásögu, sem þú hefir heyrt af annarra vömm. Þeofílus var hátt settur meðal þjóðar sinnar Grikkja. Þannig skulum við uppbyggja trú okkar, með því að lesa með nákvæmni hið ritaða Orð. Það er okkur gefið til að við villumst ekki. Undirritaður hefir verið að lesa rit Lúkasar, sem em guðspjallið og svo Postulasagan. Lestur þessara tveggja rita Ritninganna er mjög þýðingarmikill, til meira trúarlífs. Mér skilst að Lúkas hafi fyrst slegist í ferð með Páli í Post. 16.10—11. Notkun fleirtölufor- nafnsins ,,við” gefur til kynna að Lúkas hafi þá verið með Páli, sem hafði þegar miklar mætur á

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.