Afturelding - 01.04.1981, Síða 5
Séra Halldór Gröndal:
Tungutal
Mig langar að byrja þessa hugleiðingu um
tungutal á því að segja frá minni eigin reynslu. Ég
hafði orðið fyrir sterkri trúarreynslu og ég vissi, að
orð Drottins kallar þá reynslu skírn í heilögum
anda. Ég vissi líka, að þegar þetta gerðist á dögum
postulanna fylgdi oft tungutal, þessi undarlega og
dásamlega gjöf heiiags anda. Én það hafði ekki
orðið í mínu tilfelli.
Nokkru síðar var ég einn á bæn og eftir að hafa
flutt allar bænir mínar, lofað Drottinn og þakkað
honum, var ég þögull um stund og hugsaði um
Jesúm Krist og hve ég var lánsamur að eiga hann
sem vin, frelsara og herra. Ég opnaði munninn til að
lofa hann og lofgjörðin kom, en nú með orðum á
tungumáli, sem ég ekki skildi.
Ég gerði mér strax ljóst, hvað hafði gerst og varð
óumræðanlega glaður. Síðan eru liðin sex ár og ég
hefi notað þessa yndislegu gjöf andans mikið í
bænalífi mínu og starfi, einkum í fyrirbænum. Ekki
veit ég hvaða tungumál þetta er, en ég hefi full-
komið vald á því, get byrjað og hætt að vild, talað
hátt eða lágt, hratt eða hægt og sungið ef svo ber
undir.
Hér á við það sem Páll postuli segir um spádóma:
vAndar spámannanna eru undirgefnir spámönnun-
um,“ (sbr. 1. Kor. 14:32). Hafi maður ekki vald á
tungutali, þá er það ekki verk heilags anda og þá er
eins gott: „að reyna andana, hvort þeir eru frá
Guði,“ (sbr. 1. Jóh. 4:1).
Hvað er tungutal? Ritningin kennir mikið um
það. Fyrst Jesús Kristur og kallar hann það nýjar
tungur og segir það vera tákn, sem muni fylgja þeim
er trúa, (sbr. Mark. 16:17). Þetta tákn fylgdi dyggi-
lega frumsöfnuðinum og eru margar frásögur af
tungutali í Postulasögunni. Nægir að benda á Post.
2:4: „Þeir urðu fullir af heilögum anda og tóku að
tala öðrum tungum.“ Og frásagan af Pétri postula
og Kornelíusi í 10. kaflanum: „ ... að gjöf heilags
anda skyldi einnig vera úthellt yfir heiðingjana, því
að þeir heyrðu þá tala nýjum tungum og mikla
Guð.“ Tungutal virðist alltaf tengt heilögum anda
og vera tákn og opinberun um verk hans í þeim sem
trúir.
Nú talaði Jesús um fleiri tákn en tungutal og
gjafir andans eru vissulega mismunandi. Tungutal
er þess vegna ekki eina táknið um fyllingu eða skírn
í heilögum anda. Við sjáum þetta líka á orðum Páls
postula í 12. kafla 1. Kor. þegar hann segir: „Mis-
munur er á náðargáfunum, en andinn hinn sami...
einum veitist fyrir andann að mæla af speki ...
öðrum lækningagáfur ... öðrum tungutalsgáfa ....
þessu kemur til leiðar einn og sami andinn, sem
útbýtir hverjum einum út af fyrir sig eftir vild
sinni.“ Aðrar gjafir andans en tungutal geta þannig
verið tákn um fyllingu heilags anda. Þetta er líka
reynsla manna í vakningunni í dag, ekki er öllum
gefið tungutal og það kemur líka heim og saman við
það sem Páll postuli sagði: „Hvort tala allir tung-
um?“ (sbr. 1. Kor. 12:30). Samt vill Páll, að allir tali
tungum (sbr. 1. Kor. 14:5) og það gerir hann vafa-