Afturelding - 01.04.1981, Síða 6
laust vegna þess að hann veit, hve það er mikil
blessun öllum mönnum.
En til hvers er tungutal? Það eru a.m.k. þrír ritn-
ingastaðir, sem svara þessari spumingu vel. „Sá sem
tungu talar, uppbyggir sjálfan sig,“ (sbr. 1. Kor.
14:4) og „Sá sem tungu talar, talar ekki fyrir menn,
heldur fyrir Guð,“ (1. Kor. 14:2) og að lokum það
sem Jesús Kristur sagði: „Þessi tákn skulu fylgja
þeim sem trúa, í mínu nafni munu þeir tala nýjum
tungum,“ (sbr. Mark. 16:17).
Ef við athugum fyrst orð J,esú, þá hlýtur það að
vera mikill trúarstyrkur og uppörvun, að þetta tákn,
tungutal, skuli koma fram í lífi manns. Satan er
alltaf að gera lítið úr trú okkar og koma inn hjá
okkur efasemdum. Tungutalið rekur allt slíkt burt
og kemur sem 'tákn og staðfesting að við trúum og
það gefur okkur trúarvissu, kjark og djörfung, gleði
og fögnuð.
Og að tala í tungum er að tala við Guð segir orð
Drottins. Þessu fylgir vissa og tilfinning um nærveru
Guðs og þegar við erum í nærveru Guðs, þá finn-
um við oft, hve við erum syndug. Og við finnum
þörf á að játa syndir og láta af þeim. Krossdauði
Jesú verður svo augljós að þar fáum við lausn og
hreinsun frá synd fyrir dýrmætt blóð hans, (sbr. 1.
Jóh. 1:7-9). Allt er þetta mikilvægt í að framganga í
heilögum anda og að uppbyggjast trúarlega.
Tilgangur með tungutali hjá einstaklingum er
fyrst og fremst þessi: Að uppbyggja þann sem talar,
hjálpa honum að sækja fram til fullkomnunar í trú,
von, kærleika og nytsemi. Og að hjálpa honum að
lofa og vegsama Jesúm Krist, frelsara okkar og
herra, en það er einmitt það sem andinn gerir, (sbr.
Jóh. 16:14).
Tungutal hefur einnig annan tilgang og er það þá
notað á samkomum og ætlað öllum söfnuðinum til
uppbyggingar, en þá fylgir því alltaf önnur gjöf
andans, sem er „útlegging tungna.“ (sbr. 1. Kor.
12:10.) Páll postuli leggur mikla áherslu á, að
tungutal skuli ekki nota á samkomum, nema það sé
útlagt, annars skulu menn þegja (sbr. 1. Kor. 14:28),
það er þá gagnslaust, nema fyrir þann sem talar.
Þegar tungutal kemur á samkomu, þá ætti sam-
koman að bíða hljóð þar til útlegging er komin.
Söngur í tungum kemur stundum fram og þá þarf
ekki útleggingu, heldur er hann yndisleg lofgjörð,
sem allir njóta góðs af.
Um tungutal á samkomum ræði ég ekki meira að
sinni, en vil að lokum snúa mér að spumingu, sem
oft heyrist.
Er tungutal fyrir okkur í dag? Já, svo sannariega.
Ég vil minna á og endurtaka orð Jesú, þegar hann
sagði: „Þessi tákn skulu fylgja þeim sem trúa, í mínu
nafni munu þeir tala nýjum tungum,“ (sbr. Mark.
16:17).
Við trúum á Jesúm Krist og játum hann. Hví
skyldi þetta tákn þá ekki fylgja okkur? Jesú Kristur
meinar það sem hann segir. Og Pétur postuli sagði
um gjafir heilags anda: „Yður er ætlað fyrirheitið
og bömum yðar og öllum þeim sem í fjarlægð eru -
öllum þeim sem Drottinn Guð vor kallar til sín.“
(Post. 2:39.)
Hefur Drottinn Guð ekki kallað okkur? Erum við
ekki böm hans? (sbr. Jóh. 1:12). Náðargjafir Guðs
eru ætlaðar öllum bömum hans, líka þér og mér, og
við erum hvött til þess að sækjast eftir þeim og
tungutalið er vissulega ein þessara gjafa.
Og nú vil ég ljúka þessum hugleiðingum með
orðum Páls postula: „En sækist eftir náðargáfun-
um, þeim hinum meiri, og nú bendi ég yður á enn
þá miklu ágætari leið: Þótt ég talaði tungum manna
og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi
málmureða hvellandi bjalla.“ (1. Kor. 12:31-13:1).
Guð blessi ykkur öll. Halldór S. Gröndal
Jesús beiö eftir mér —
Framhald af bls. 4
verða“, fór nú að þrengja að mér, ég vildi verða
hólpin en ekki sleppa alveg af heiminum, það yrði
hlegið að mér og ég yrði talin öðruvísi en annað
fólk. Kvöld nokkurt í byrjun janúar kom elsti sonur
minn inn til mín og segir: „Heldurðu mamma þú
komir nú ekki með okkur Jónu til Reykjavíkur á
morgun, við ætlum að fara til þess að taka skím“.
Ég sagði að sjálfsagt mundi það dragast ef ég gerði
það ekki núna. Svo ég fer að íhuga málið og hugsa
að því betur sem ég hlýði Jesú því meira trúi ég
hann geri fyrir mig. Ég ákveð að fara með þeim. Og
þess hefur mig aldrei iðrað. Og þar með var líka öll
hræðsla við menn tekin frá mér.
Ég vil þakka góðum Guði fyrir alla hans náð og
miskunn við mig, að hann skyldi bíða eftir mér. Ég
vil segja við ykkur, sem lesið þessi fátæklegu orð
mín, að vera ekki eins og ég að draga það svona
lengi að koma til Jesú og gera upp líf ykkar við
hann, enginn á ráð á morgundeginum og Jesús segir
að það komist enginn inn í himininn nema fyrir
hann, hann sé dymar. Menn eru líka svo oft kallaðir
yfir landamærin þegar síst varir. Guð gefi öllum þá
náð að vera þá tilbúnir.
Ingigerður Guðjónsdóttir
frá Kirkjulækjarkoti