Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 10
Sýnishom af kápu nýju biblíuútgáfunnar. Kvað hann að í gegnum aldirnar hafi skjannahvítur pappír verið gegnumgangandi hjá Engil-Söxum, en Skandínavar hafi hins vegar farið meira út í gulan pappír. „Við útgáfu þessarar Biblíu var reynt að finna millilit. Okkur stóð til boða ódýr pappír en fannst hann of gulur og varð því fyrir valinu krem- aður litur, sem veldur því að fólk þreytist síður við lestur.“ Þessu næst vék Hermann að enn einni nýjung- inni: „Aftast í bókinni er viðauki, þar sem getið er mikilvægra ritningastaða, rit Biblíunnar kynnt og tímatal hennar útlistað. Einnig er þar að finna orðaskýringar og kort af söguslóðum hennar og síðast en ekki síst skrá yfir staðarnöfn, sem síðan er hægt að fletta upp á kortum, sem einnig er þar að finna.“ I Opinberunarbókinni, 22. kafla, 18. versi, stend- ur: „Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók.“ Hermann vitnaði í þessi orð, en sagði jafnframt að sá viðauki, sem skeytt væri við þessa útgáfu, væri án nokkurs efa „Guði þóknan- legur.“ Hermann kvað Postulasöguna og guðspjöllin fjögur vera að mestu nýja þýðingu. Enn fremur hafi farið fram talsverð endurskoðun á bréfum Nýja Testamentisins og á Gamla Testamentinu, en ábyrgðarmaður þess væri Þórir Þórðarson prófessor. Sagði Hermann að síðastliðin tvö ár hafi 15—20 manns verið á launaskrá Biblíufélagsins og unnið meðal annars að því að lesa yfir handrit og „betrumbæta“ málfar. Sagði hann að í þessari út- gáfu hafi verið ákveðið að fella niður z og einnig fallbeygingu á orðinu Jesú. Taldi Hermann sinn áttavita við þessa þýðingu vera að hún væri trú Guðs orði og að þetta væri vandað verk, sem leysti fyrri útgáfur af hólmi. Af þessari stuttu kynningu á væntanlegri nýrri útgáfu Biblíunnar má ráða að hér hefur verið unnið ómetanlegt starf í útbreiðslu Guðs Orðs. Eins og fram hefur komið hefur margt verið fært til betri vegar frá fyrri útgáfum og ætti íslenska þjóðin að sýna stuðning sinn við þessa vönduðu útgáfu í verki, með því að tryggja sér eintak, en áætlað er að bókin komi út í haust. Að lokum vil ég þakka Hermanni Þorsteinssyni fyrir skýr og greið svör og til að gefa lesendum Aftureldingar örlitla innsýni í hina nýju biblíuút- gáfu, fylgja hér með þrjú ritningarvers úr jafn- mörgum útgáfum. Heilsíðumynd af upphafi Jóhannesarguðspjalls er að finna á bls. 8. Megi Guð blessa sitt orð og þá sem varðveita það. Amen.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.