Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 13
spámanna í hlutastarfi þjóna þeim. Ástandið er
svipað í Kanada, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi
og fleiri löndum.) En í hugum milljóna er alls ekki
um leik að ræða. Þeim er rammasta alvara. Þeir
fylgja stjörnunum hvert sem þær leiða — og haga lífi
sínu eftir þeim. Mesta grínið fer af stjörnuspánum
þegar í ljós kemur að þeim er fylgt út í ystu æsar.
Stjömuspámaður einn segir: „Ég finn að vits-
munalega get ég ekki séð að hópur pláneta langt,
langt í burtu geti haft áhrif á okkur . .. ég trúi ekki á
stjömuspáfræði en hún virkar.“
Carrol Righter, stjörnuspámaður frá Kaliforníu
er sagður ríkastur þeirra allra. Sú saga er sögð að
hann hafi tekið við þúsund dollurum frá Robert
Taylor fyrir að gera stjörnuspákort fyrir hann.
Hann nær til flestra áheyrenda allra núlifandi
stjömuspámanna. Rithöfundur nokkur átti við
hann samtal í bleikri höll hans í Hollywood Hills og
spurði hann hvemig það hefði atvikast að hann fór
að spá í stjömumar. Hann svaraði: „Þegar ég var
fjórtán ára var ég kynntur fyrir hinni frægu
stjömuspákonu, Evengeline Adams. Hún sagði mér
að ég hefði fullkomið stjömumerki til að verða
stjömuspámaður. Ég hafði ekki trú á að neitt væri
til í þessu hjá henni og byrjaði reyndar að rannsaka
með henni til að afsanna þetta allt. Hérna er ég
hálfri öld síðar og er enn að reyna að afsanna það
sama!“
Hann var spurður: „Hvernig stendur á því, að
vissar plánetur í þúsund mílna fjarlægð geta haft
áhrif á mannverur hér á jörðu?“
„Ég veit i rauninni ekki hvernig sólin eða tunglið
hafa áhrif á okkur en kenning sumra vísindamanna
er að milli plánetanna sé tómarúm, þangað til
komið sé inn í andrúmsloft jarðarinnar eða annarr-
ar plánetu, og þeir segja að fjarlægðin sé lofttóm
fyrir móttöku áhrifa annarra pláneta.“ Viðtaland-
inn sagði: „Eh-hemm.“ Hvað annað er hægt að
segja um eins óljóst svar og þetta?
Caroll Righter hélt áfram: „Sjáðu til, ég kæri
mig kollóttan um ástæðurnar .. . þegar ég finn eitt-
hvað sem virkar þá er ég ekkert að finna út hvers
vegna.“
Ástæðan skiptir ekki máli. Bara að það virki.
En.segðu mér: Vera má að það komi einhverju til
leiðar, en skiptir engu máli hver situr við stjórnvöl-
mn? Það skipti miklu ef um eitthvert raftæki væri að
ræða.
Watergate málsins mun lengi verða minnst.
Demokratar urðu mjög órólegir við þá tilhugsun að
repúblikanar væru að hlusta á áform þeirra. Hvað
hefði heyrst í þeim hefðu þeir haldið að repúblik-
anar væru ekki aðeins að hlusta heldur að þeir
stjómuðu í rauninni starfsemi demókrata fyrir til-
stilli einhvers konar rafeindatækis? Það skiptir máli
hver situr við stjórntækin. Hvers vegna erum við svo
varkár varðandi stjómendur tækja en svo granda-
laus þegar um er að ræða hin ósýnilegu og óþekktu
öfl sem að verki eru í andaheiminum? Hvers vegna
sjáum við ógnun í öðru en ekki í hinu?
Sumir segja að nútíma stjörnuspáfræði, sé alls
ekkert lík hinni upprunalegu stjörnuspáfræði
Egypta. Einn stjörnuspámaður heldur fram að
stjörnuspáfræðinni hafi aldrei verið ætlað að verða
að trúarbrögðum eins og hún er í dag. Hann segir
ennfremur: „Upphaflega var stjömuspáfræðin sett
á laggirnar sem tímamælitæki. Hún hófst í Nílar-
dalnum og þessirgömlu náungarnotuðu hana til að
segja fólki til um hvenær það mætti vænta flóð-
anna ... Áður en öll þessi dulfræði blandaðist inn í
hana var stjömuspáfræðin landbúnaðartæki. Með
því var hægt að segja til um hvenær ætti að planta
og sá. Stjömuspáfræðin var hagnýtur hlutur.“
Ivan Sanderson, sem afneitar algjörlega gildi nú-
tíma stjömuspáfræði álítur að hann hafi komist að
uppruna stjömumerkjahjólsins. Hann hefur í rann-
sóknum sínum rakið upprunann til forn Súmera.
Hann segir að það hafi ekkert átt skylt við hina
gömlu stjörnuspáfræði; að stjörnuspáhjólið hafi
ekki verið annað en vegakort svipað og þau sem fást
á bensínstöðvum nú á dögum. Með öðrum orðum,
það var aðeins ferðaleiðbeiningar fyrir hvern sem
ætlaði í einhverja ákveðna átt frá botni Persneska
flóans. Þetta er allt mjög sennilegt og er í hæsta
máta áhugavekjandi. Ég er auðvitað ekki fær um að
meta áreiðanleika alls þessa. En stjömuspáfræðinni
er einnig annað vandamál tengt. Það hefur að gera
með örlagatrú og frjálsan vilja.
Stjömuspekingar segja ef til vill, að hún sé ekki
háð örlagatrú. En sá þáttur er sannarlega til staðar.
Frægur stjömuspámaður sem beðinn hafði verið að
draga upp stjömukort fyrir Charles Manson, strax
eftir Sharon Tate morðin, dró þá ályktun að stjörn-
urnar hefðu skapað honum þau örlög að verða
manndrápari. Mörgum einstaklingum finnst að hafi
eitthvað um þá verið sagt fyrir, þá losni þeir undan
þeirri ábyrgð að taka ákvarðanir. Þetta er hættan.
Einstaklingsframtakið er lamað. Stjörnurnar eru
látnar sjá um allt. Og oft eru ringulreið og örvænt-
ing afleiðingarnar.
Stjömuspá er ekki hættulaus dægrastytting. Hún
kann að virðast svo. En einstaklingurinn verður