Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 16
Vinson Synan:
Azusa-stræti:
Rætur vakningarinnar
Þann 17. apríl, árið 1906, safnaðist saman lítill
hópur af fátæku, trúuðu fólki í hrörlegri byggingu í
Los Angeles, til þess að bíða komu Heilags Anda í
fyllingu hvítasunnunnar. Fólkið sat í hring um-
hverfis leiðtogann. Kaflar úr Ritningunni voru
lesnir og kröftugir vitnisburðir um blessanir Guðs
fylgdu í kjölfarið. Stundum hljómaði fallegur
söngur í andanum. Af og til talaði einhver framandi
tungum, á meðan annar þýddi boðskapinn yfir á
ensku. Enn aðrir spáðu. Beðið var fyrir sjúkum með
handayfirlagningu.
Þessi mynd lýsir dæmigerðri bænasamkomu hjá
hinu látlausa Azusa-strætis trúboði, sem varð
kveikjan að alheims hvítasunnuvakningu á fyrstu
áratugum 20. aldarinnar. Náðargjafavakningar
innan hefðbundinna kirkna, sem hófust um og upp
úr 1960, eiga einnig rætur að rekja til Azusa-strætis.
Það væri e.t.v. vel viðeigandi að fylgjendur hinna
ýmsu náðargjafahreyfinga gæfu betri gaum að
upphafinu, þar eð á þessu ári eru liðin 75 ár frá því
vakningin braust út í Azusa-stræti.
Án Azusa-strætis trúboðsins er óvíst að við hefð-
um jafn kröftuga náðargjafahreyfingu og við búum
að í dag. Margt af guðfræði og tilbeiðsluhætti
náðargjafahreyfingu má rekja til hinna byltingar-
kenndu og helguðu manna sem söfnuðust saman í
litlu trúboðsstöðinni í Los Angeles. Mikill hluti þess
sem kennt hefur verið og upplifað í náðargjafa--
bænahópum og mótum, var til staðar á frumstigi
Azusa-strætis starfsins.
Hið stóra hlutverk vakningarinnar í sögu kirkj-
unnar í dag gefur fylgjendum náðargjafahreyfinga
enn aðra ástæðu til að horfa aftur til Ázusa-strætis.
Víðs vegar um heiminn gefur að finna hina and-
legu krafta sem leystust úr læðingi í Azusa-stræti. I
ár er áætlað að fjöldi hvítasunnumanna eða fylgj-
enda náðargjafahreyfinga, sé um 75 milljónir. Um
árabil hefur Hvítasunnuhreyfingin verið sú hreyf-
ing sem hvað örast hefur vaxið innan kristninnar og
nú er náðargjafavakningin sú hreyfing sem örast
vex innan safnaðanna.
Samt sem áður átti Hvítasunnuhreyfingin, eins
og við þekkjum hana í dag ekki upphaf sitt að rekja
til Azusa-strætis. Sá sem fyrstur varð til að tengja
tungutal (glossolalia) við skím Heilags Anda var
Charles Fox Parham frá Topeka í Kansas-borg.
Parham, fyrrverandi meþódistaprestur, varð pre-
dikari í helgunarhreyfingunni undir lok 19. aldar-
innar og hóf að kenna grundvallarkenningar
hreyfingarinnar, þ.e. réttlætingu fyrir trú (endur-
fæðingu), helgun sem annað náðarverk í gegnum
skírn Heilags Anda (án tungutals), guðlega lækn-
ingu fyrir friðþægingarverk Krists á krossi og skjóta
endurkomu Krists.
Árið 1898 safnaði Parham saman um 40 nem-
endum í Biblíuskóla í Topeka. Þessi hópur átti
margt sameiginlegt með náðargjafasamfélögum
eins og þau tíðkast í dag. Allar eignir voru sam-
eiginlegar og þar eð skólinn var rekinn í trú, var
einskis skólagjalds krafist. Hópurinn bjó í stórri
þriggja hæða byggingu í útjaðri Topeka, sem kölluð
var „Steina-Della“.
í desembermánuði árið 1900, komust Parham og
nemendur hans að þeirri niðurstöðu, við lestur
Postulasögunnar, að tungutalið væri sönnun þess að
maður hefði skírst í Heilögum Anda (sbr. Post. 2:10
og 19). Á miðnætursamkomu aðfaranótt nýársdags
1901, talaði 18 ára gömul stúlka, Agnes Ozman að
nafni, nýjum tungum, eftir að hendur höfðu verið
lagðar yfir hana og beðið hafði verið fyrir henni til
skírnar í Heilögum Anda. Ekki leið á löngu þar til
aðrir nemendur og Parham sjálfur töluðu nýjum
tungum. Parham grundvallaði síðan þá kenningu
að tungutal (glossolalia) væri megin sönnun fyrir
skírn Andans.
Árið 1905 flutti Parham skóla sinn til Houston í
Texas, og einnig þar braust tungutalið út. Skömmu
seinna sótti Texasbúi nokkur, William J. Seymour
að nafni, um inngöngu í skólann. Seymourþessi var
svartur prestur í helgunarhreyfingunni. Hann var
sammála kenningu Parhams, en um þetta leyti tal-
aði hann sjálfur ekki tungum.