Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 17
ian í A/.usa-stræti
t byrjun ársins 1906 var Seymour boðið að pre-
dika í Nazarene-kirkjunni í Los Angeles, en það var
kirkja fyrir blökkumenn. Parham hvatti Seymour til
fararinnar og útvegaði honum í ofanálag farmiða
með lestinni.
Þegar Seymour lagði síðan út frá Postulasögunni
2:4 í Nazarene-kirkjunni, og fullyrti að tungutal
væri sönnun fyrir skírn í Heilögum Anda, var hann
gerður útlægur þaðan. Asbury fjölskyldan, blökku-
mannafjölskylda sem hafði samúð með Seymour,
bauð honum til sín, að Bonnie-Brae götu. Fljótlega
féll Andinn á bænasamkomu í dagstofunni og Sey-
mour tók að tala nýjum tungum. í kjölfarið fylgdu
útisamkomur og voru gluggasyllur notaðar fyrir
ræðupúlt. Með aukinni aðsókn jókst þörfin eftir
hentugum samkomustað. Seymour fann yfirgefna
meþódistakirkju að Azusa-stræti 312, og þar var
samkomunum síðan áfram haldið. Fyrsta sam-
koman var haldin í apríl.
í dag yrði litið á þessa byggingu sem hreysi. Eft-
irfarandi lýsing er tekin úr „Vegi Sannleikans“, 11.
október 1906:
Miðstöð þessa starfs er gömul meþódistakirkja,
byggð úr tré, og nu á söluskrá. Hún er brunnin að
hluta til, en hefur verið endurbætt með flötu þaki.
Henni er skipt með gólfi i tvær íbúðir. Hún er
ókölkuð, kalkvatni hefur einungis verið klínt á
hrjúfa veggi hennar. Á efri hæðinni er langt her-
bergi, búið stólum og þrem rauðviðarbekkjum sem
hvíla á baklausum stólum. Þetta er loftstofa
Hvítasunnumanna, þar sem helgaðar sálir leita
eftir fyllingu hvítasunnunnar og fara þaðan tal-
andi nýjum tungum, leitandi eftir snturningu Hei-
lags Anda í líkingu gamla tímans. 1 húsinu eru
einnig minni herbergi þar sem hendur eru lagðar á
hina sjúku og þeir læknast og fara þaðan endur-
nærðir. Á neðri hæðinni er stórt herbergi alsett
stólum, bekkjum, og sætum, þar sem hinir forvitnu
og áköfu sitja tímunum saman, hlustandi á
undarleg hljóð, söngva, og áminningar frá himni
ofan. í miðju stóra herbergisins er bómullar kassi
nokkur, sent skransali myndi líklega meta á eina
krónu. Þetta er ræðupúltið, en þaðan hafa hljómað
ræður bróður Seymours um iðrun, vald hinna
kristnu yfir illum öndum og sjúkdómum og „skírn
í Heilögum Anda og eldi“, allt með skírskotun til
frumkristninnar.