Afturelding - 01.04.1981, Page 30

Afturelding - 01.04.1981, Page 30
„í dag skaltu veiða með mér” Hinn kunni ameríski predikari Dr. Talmage lagði út af framangreindum orðum, og las hann gríska frumtextann. Stundum er það nauðsyn, að vitna til frummálsins, svo sjón okkar á kenningu Ritningar- innar skýrist. Einnig til þess að rangtúlkanir missi gildi sitt og hverfi fyrir gildu orði frummálsins. „í dag í Paradís." Þessi ritningargrein, sem stendur í Lúk. 23:43. hefir orðið fyrir misþyrmingu þeirra er halda því fram að hún sé ekki rétt þýdd frá frummálinu „Sannarlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís." Þessi Orð Jesú kollvarpa þeirri kenningu, að maðurinn sofi eftir dauðann og sé í meðvit- undarleysi. Hér segir Jesús til ræningjans, að hann, þennan sama dag, muni verða með í Paradís. Vitanlega ekki til að sofa, heldur til að reyna það sem Páll segir að „sé miklu betra“. Fil. 1.23. Sem sé það að vera með Drottni. Til þess að fara á sveig við skýra meiningu Drottins Jesú, þá hafa þeir er kenna sálnasvefn, reynt að umbreyta og falsa textann í Lúk. 23:43. Halda þeir fram að frum-grískan hafi ekki haft kommur eða punkta. Því vilja þeir breyta merking- unni og segja: „Sannlega segi ég þér í dag. Þú skalt vera með mér í Paradís." Við að flytja punkt, eða kommu, þá er hægt að gjörbreyta orðum Jesú. Fæst þá önnur meining úr versinu. Er þetta rétt. Er þetta hægt? Nei, — það er ekki rétt eða hægt. í gríska frum- textanum er þetta málfræðileg heild. „í dag vera með mér í Paradís.“ í öllum grískum handritum er orðið bókstaflega svona og gefur þessa meiningu. Hið sama kemur fram í þýðingum frumkirkjunnar. Curetoanska útgáfa á fimmtu öld frá Sýrlandi, gefur aðra merkingu. Árið 1858 kom þessi útgáfa í þýðingu af William Cureton. Álitið var að þessi þýðing á sýrlensku væri örugg og gömul. Þessu hefir verið algjörlega hafnað við nútíma rannsóknir. Allar viðurkenndar Biblíu- þýðingar koma hér með frummálið eins og það er og meiningin er þessi „í dag í Paradís.“ Sannarlega segi ég þér: Þessi orðanna hljóðan sýnir að þýðingin er rétt. Það er staðreynd að hér er orðasetning höfð beint eftir Jesú, sem hann viðhafði, hvað eftir annað „Sannlega segi ég.“ (Amen lego). Þetta kemur fram í öllum Guð- spjöllunum, eða 74 sinnum. Það var ekki líkt Jesú, enda yfirdrefið að segja þeim, að þetta segði hann þeim í dag. Þegar Jesús talaði, þá snerti það bæði dag, stund og stað. Skýr meining Jesú til ræningjans var þessi, í dag, þennan dag í Paradís. Korsets Seier 5/11 — 1980 Hefðir þú getað svarað? — Framhald af bls. 15 Kristi. Þetta var dásamleg breyting fyrir Berta, sem hafði fundið veginn til himinsins. Kæru vinir, sem hermaður sem nú hefur sjálfur fundið þennan sama veg, get ég fullvissað ykkur um það að þetta er hið raunverulega. Drottinn Jesús er hinn raunverulegi frelsari. Það er hann sem sagði: „Ég er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið.“ (Jóh. 14:6), og „Ég er dymar; ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða.“ (Jóh. 10:9.) Það er hið dýrmæta blóð Jesú Krists sem hreinsar okkur frá allri synd. (Jóh. 1:7) Hann dó réttlátur fyrir rang- láta, svo að við mættum komast til föðurins fyrir hann. Hann situr nú til hægri handar Guði, krýndur dýrðarkórónu. Hann einn getur frelsað okkur og hann er eini vegurinn til himinsins. Það er ekki nóg að hafa einungis þekkingu á þessum vegi. Þú verður að feta þennan veg, með því að meðtaka Krist, „dymar“ inn í líf þitt. „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ (Post., 4:12) „Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synd- uga menn.“ (1. Tim. 1:15) „Hver sá sem á hann trúir mun fyrir hans nafn fá synda-fyrirgefning.“ (Post. 10:43.) „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ (Post. 16:31.) Þýtt. M.Æ.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.