Afturelding - 01.01.1984, Page 5

Afturelding - 01.01.1984, Page 5
Guðbrandur Þorláksson biskup. Myndina málaði Malldór Pétursson og prýðir hún skrifstofu Hins íslenska Biblíufélags, Hallgrímskirkju. Mynd: Sigurður Ægisson. Menn telja fyrir víst, að þessi fyrsta prentsmiðja landsins hafi verið ærið vanbúin að letri og tækjum, jafnvel svo, að allur famingurhennar hafi ekki verið nema „hóflegar klyfjar á tvo tveggja grjónatunnu hesta“.2 Er því ólíku saman að jafna, þessu prentverki og prent- smiðjubáknum okkar tíma, og myndi einhverjum þykja snautlegt, að ekki sé meira sagt, ef hann fengi horfið yfir alda haf og barið augum þetta fyrsta prent- verk landsins. Fyrstu bækur Fátt er vitað um, hvaða bækur voru fyrst prentaðar. Sagnir herma, að Jón biskup hafi látið prenta einhver minni- háttar rit, en ekki vita menn hvaða rit það voru. Sæmilega traustar heimildir munu þó vera fyrir tveimur bókum. Var önnur þeirra messubók, venjulega nefnd Breviarium Holense, talin prent- uð árið 1534, en síðasta eintak hennar fórst í brunanum mikla í Kaupmanna- höfn árið 1728. Hin bókin var Fjórir guðspjallamenn, þýðing guðspjall- anna, en sú bók er einnig glötuð.3 Ekkert blað er nú þekkt með fullri vissu úr þeim bókum, er Jón biskup Ara- son lét prenta. En fyrir allmörgum árum fundust tvö blöð úr ókunnri messubók í spjöldum á íslensku handriti í konungs- bókhlöðunni í Svíþjóð, og hafa margir það fyrir satt, að þau séu úr Breviarium Holense. Um það verður þó ekkert vitað með vissu, því letur það, sem á henni er, mun hafa verið algengt um þessar mundir. Jón Matthíasson varð prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi árið 1535 eða þar um bil. Prentsmiðjuna, sem eins og áður sagði mun hafa verið hans eign, flutti hann með sér. Þar munu því prent- aðar sumar af þeim bókum, sem Jón biskup stóð að. Eftirmaður Jóns biskups á Hólastóli, Ólafur biskup Hjaltason, mun hafa látið prenta að minnsta kosti þrjár bækur. Elst þessara bóka er Passio, það er píning vors herra Jesu Christi í sex prédikanir út skipt af Antonio Corvino. Eins og kemur fram var höfundurinn Antonio Corvinus, einn af frömuðum siðbreytingarinnar við hlið Lúthers, en þýðandinn var Oddur Gott- skálksson. Kom bókin út árið 1559 og er elst bóka prentaðra á íslandi, sem varð- veist hafa, ef frá eru talin þau tvö blöð, sem áður er getið. Aðeins eitt eintak hennar er varðveitt og þó óheilt. Þrem árum síðar lét Ólafur biskup prenta nýja bók, svonefnda Guðspjallabók, en það er alþýðlegt heiti hennar, því titillinn er firnalangur eða sem svara mundi hálfri blaðsíðu í meðalstórri bók. Það er sama að segja um þessa bók og hina fyrri, aðeins eitt eintak hennar hefur varðveist og vantar mikið á að bókin sé heil. Þess- ar tvær bækur eiga það ennfremur sam- eiginlegt, að bókarlok vantar, en venja var að greina þar prentstað og útgáfuár, sem nú er oftast haft á titilblaði. Fyrir þeirra hluta sakir er nú erfitt að segja með vissu hvar þessar tvær bækur voru prentaðar. En fyrir því munu þó heim- ildir, traustar hvað varðar fyrri bókina, en nokkum veginn öruggar hvað varðar hina síðari, að þær hafi báðar verið 2) Sjá H.S. bls. 42. 3) Sagnir herma, að síðasta eintak bókarinnar, sem vitað er um, hafi verið lagt i kistu mcð Brynjólfi Sveinssyni biskupi, árið 1674. (Sjá H.S. bls. 42; J.G. Mbl. 15. des. 1977; P.E.Ó. a) bls. 328).

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.