Afturelding - 01.01.1984, Page 6

Afturelding - 01.01.1984, Page 6
4 vYiee:j©/t>2fc J^JlOiDKS <!bteXK2t 3<£SX) £$,&> flí/l ftt pubikmter vt Pífpt aq antonio íorwtt*# AAal titilblaó Passio Corvinusar. Mynd: Landsbókasafn íslands. prentaðar á Breiðabólstað, hin fyrri árið 1559, eins og áður sagði, en hin síðari 1562. Þriðja bókin, sem biskup lét prenta, var Catechismus, en hún kom út sama ár og Guðspjallabókin. Ekkert eintak hennar er nú kunnugt. Loks hef- ur verið látið að því liggja, að Ólafur biskup hafi látið prenta sálmasafn.4 Sunnanmenn Meðan þessu vatt fram fyrir norðan, voru allmargar íslenskar bækur prentað- ar erlendis. Skálholtsmenn, sem enga prentsmiðju höfðu, stóðu að útgáfu þeirra, því þeim þótti full nauðsyn til að festa hina nýju og breyttu mynd siðarins í hugum landsmanna. Þar var merkust bóka Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar, sem var einn af leið- togum siðbreytingarmanna á íslandi, en það var prentað í Hróarskeldu á Sjálandi um veturinn 1539—40 og er elst prent- bóka á íslensku, sem um er vitað. En prentun íslenskra bóka á erlendri grund var bæði kostnaðarsöm og miklum ann- mörkum bundin, einkum vegna þess hve ósýnt erlendum mönnum var um stílsetningu bóka á íslenska tungu, sem prentarar ekki skildu, svo að bækumar urðu það fullar af prentvillum, að oft var erfitt að komast að réttri meiningu. Það er því ólíku saman að jafna hér, útgáfu- starfsemi norðan- og sunnanmanna. Jón Matthíasson andaðist árið 1567 og kom þá til brauðs eftir hann ungur maður, aðeins 25 eða 26 ára. Þessi mað- ur var Guðbrandur Þorláksson, sem síðar átti eftir að verða sagður, ekki aðeins fyrirferðamestur allra 16. aldar biskupanna hér á landi, heldur og allra þeirra biskupa, sem setið hafa á Hóla- stóli frá því er þar var settur biskups- stóll, árið 1106. Og nú voru kaflaskil í íslenskri prentsögu skammt undan. Kaflaskil Einkennilegt má það vera með mann, sem jafnmikið fór fyrir, að hvorki skuli með vissu kunnugt um fæðingarstað hans né fæðingarár. En ástæðan mun vera sú, að heimildum, sem báðar eiga 4) Magnús Már Lárusson telur sannað, að Ólafur Hjaltason hafi lát- ið prenta slíka bók. (Sjá M.M.L. c)bls. 23—40). 5) Að baki fyrrnefndu heimildinni stendur Arngrímur lærði Jóns- son, en að baki hinni síðarnefndu Magnús Ólafsson prestur og skáld að Laufási (Sjá nánar P.E.Ó. a) bls. 258). Sannast hér, að skýst þó skýrir séu.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.