Afturelding - 01.01.1984, Page 13

Afturelding - 01.01.1984, Page 13
með því að hafa beint samband við áhorfendur, væri komist að kjarnan- um í sjónvarpsrekstri. David Mainse fékk aftur fimmtán mínútur og aftur og aftur. I mörg ár þurfti hann ekki að greiða einn ein- asta dal fyrir útsendingartíma. Sífellt bættust við stöðvar, sem vildu sýna þennan þátt. Tíminn lengdist, David fékk þijátíu mínútur og þannig gekk þetta fyrir sig í a.m.k. tíu ár. Þáttur- inn varð vinsæll og stöðvamar leita sífellt eftir vinsælum þáttum. Þeim stendur nokk á sama um innihaldið, bara ef stöðin fær áhorfendur. O O o í dag er hægt að horfa óslitið á kristilegar sjónvarpsdagskrár í Kan- ada frá klukkan sjö á sunnudags- morgnum fram yfír hádegið og i Bandaríkjunum þrjár til íjórar dagskrár alla virka daga. „Huntley stræti 100“ er þó eina kristilega sjón- varpsdagskráin í Kanada er sendir út daglega. Þættinum er endurvarp- að um gervihnetti og síðan dreift af þrjátíu sjónvarpsstöðvum í Kanada, allt frá St. John í Nýfundnalandi til Vancouver á vesturströndinni. Þátt- urinn er sendur út á mismunandi tímum, en þar sem flestir búa í Ontario, er hann sendur út á morgn- ana. Kannanir hafa sýnt að hundrað og fimmtíu þúsundir manna horfa á þættina á tuttugu mínútna fresti. Það hefur sýnt sig í könnunum á venjum Kanadamanna að þeir hafa tilhneig- ingu til að skipta títt um sjónvarps- stöðvar og áhorfendahópurinn end- umýjast með tuttugu mínútna milli- bili. Margir horfa þó á þáttinn í heild sinni, en tekið er tillit til þessa við uppbyggingu dagskránna. Við reikn- um með því að við höfum a.m.k. þijú hundruð þúsund áhorfendur daglega í Kanada. Þessum þætti er einnig varpað um gervihnött til Bandaríkjanna og sýndur þar í fjögur til fimm hundruð kapalkerfum. Okkur er ómögulegt að vita hversu margir horfa á hann þar. Við bjóðum áhorfendum að hringja til þáttarins, hafi þeir ein- hverjar þarfir — vilji þeir eignast frið við Guð. Við auglýsum ákveðið símanúmer á hverri stöð, sem sent er um. Þannig höfum við tuttugu og fimm ráðleggingamiðstöðvar í Kan- ada. Símalínumar em opnaðar tveim tímum fyrir útsendingu og opnar lengi eftir að útsendingu lýk- ur. í Toronto höfum við símann opinn allar sólarhringinn. Við höf- um fjögur hundruð sjálfboðaliða, sem hjálpa ökkur við að svara í sím- ann. Þeir gera þetta án endurgjalds og finna sig kallaða af Guði til að sinna þessu verkefni. Fyrir sex ámm hófum við að telja símhringingamar og til dagsins í dag losa þær milljónina. Við höfum til dæmis beðið með þijátíu og sex þús- und einstaklingum, sem tóku þá ákvörðun fyrsta sinni að helga líf sitt Guði. Við lítum á starf okkar sem framlengingu á útréttri hendi stað- bundnu safnaðanna. Þegar fólk end- urfæðist, eða á við vanda að stríða, þá emm við milligöngumenn í að koma fólkinu í samband við góðan söfnuð, góðan prest, sem veitir góða þjónustu. Við viljum að fólk horfi á þáttinn okkar, en beini síðan sjónum sínum til staðbundins safnaðar. Ég minnist þess að Robert Schuller (þekktur sjónvarpsprédik- ari í Bandaríkjunum) sagði eitt sinn í útsendingu: „Mér barst nýverið eitt áhugaverðasta bréfið, sem ég hef nokkm sinni fengið. Það er frá konu og hún skrifar: Nú er ég hætt að horfa á þáttinn þinn. Ég þarf þess ekki lengur því ég hef fundið mér söfh- uð.“ Það er þetta sem við keppum að. O O o Daglega berast okkur um 1300 bréf frá trúföstum stuðningsmönn- um og áhorfendum. Nærri helming- ur spyr spuminga um andlega hluti. Við erum með fjörutíu manna starfs- lið, sem eingöngu fæst við að svara þessum bréfum. Sérhveiju bréfi er svarað persónulega. Okkur linnst að við náum til þeirra, sem aldrei fara til kirkju, eða þá mjög sjaldan. Auðvitað hringir fjöldinn allur af fólki, sem heyrir til einhverju trúfélagi eða kirkjudeild. En lífið í hinum einstöku söfnuðum er mjög mismunandi — jafnvel inn- an sömu kirkjudeildar. Sumir eru iðandi af lífi og í öðrum er ekkert sjáanlegt nema gamlar hefðir og sið- ir. En þarna er líka fjöldinn allur af fólki, sem iðkar lifandi trú. Það kem- ur til messu eða samkomu, en finnur ekki það sem svarar til þarfar þess. Þetta fólk hringir til okkar og segir frá þörf sinni. Þannig erum við stöð- ugt í sambandi við fólk úr hinum ýmsu kirkjum. Við reynum að hvetja þetta fólk og segja því af söfn- uðum innan eigin kirkjudeilda, þar sem við höldum að andlegum þörf- um þess sé mætt. Enn sem komið er sendum við dagskrárþætti okkar út að morgnin- um, útsendingartímar að kvöldinu eru svo miklu mun dýrari. Þetta hef- ur í för með sér að við náum ekki til vinnandi fólks nema um helgar. Eftir um það bil ár hefjast líklega sending- ar á nýrri sjónvarpsrás í Kanada. Ríkisstjómin hefur falið helstu kirkjudeildunum að sameinast um eina sjónvarpsrás „The Religious Channel“. Okkur (CCCI) hefur verið falið að annast umsjón með þessari rás. Þá munum við senda þáttinn okkar út á morgnana í venjulegu sjónvarpsstöðvunum og endursýna hann á trúarlegu rásinni að kvöld- inu. Hvað varð til að þið hófuð störf í Evrópu? í Kanada búa mörg þjóðabrot. í Torontoborg einni búa 350 þúsund ítalir, 100 þúsund Þjóðverjar, 80 þúsund Úkraínumenn, 120 þúsund Portúgalir, svo eitthvað sé nefnt. Okkur fannst við bera nokkra ábyrgð gagnvart þessu fólki. 1979 fórum við

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.