Afturelding - 01.01.1984, Page 17

Afturelding - 01.01.1984, Page 17
er númer eitt ílífi mínu” Biblíuna. Maður nokkur í Malmö sem verslar með kristi- legar bækur sagði frá því að dag nokkurn hafi maður komið inn í búðina til sín með tólf ára dótt- ur sína. Tilgangurinn var að kaupa handa henni Biblíu. Hún hafði séð Carolu í sjónvarpinu með Biblíu og vildi líka fá sér eina. Maðurinn keypti einnig Bibl- íunámskeið fyrir nýfrelsaða handa sjálfum sér. Þegar maður sér Carolu, geisl- andi af gleði, vitna um trú sína á lifandi Jesú, fyrir fólki sem hefur e.t.v. aldrei áður heyrt vitnis- burð, verður maður virkilega gripinn. Carolu finnst gott að sameina trú sína á Guð starfi sínu. Lífíð á sviðinu og einkalífið, er eitt og hið sama. Það eru ekki tvö að- skilin svið. — Ég vil alltaf hafa Jesú í miðdepli. Carola hefur frá blautu bams- beini trúað á Guð og hefur aldrei verið feimin við að vitna fyrir vinum sínum um trúna. Nokkrir kristnir söngvarar vitnuðu fyrir henni um Jesú og hún tók á móti honum sem frelsara sínum í skíðaferðalagi. — Og ég hef gert mér grein fyrir því að ég get ekki án hans verið, segir hún. Ég les Biblíuna á hverjum degi. Ef ég sleppi úr degi fer hann allur úr skorðum. Ég þarf á andaktstundum að halda til að standast freistingar og vandamál sem á vegi mínum verða. Carola trúir því að mannkynið muni farast, — en, bætir hún við, — ég trúi því að sífellt fleiri muni finna lykilinn að lífinu, Jesú sjálfan, með því að gefa gaum að tilgangi lífsins. Carola hefur víðfeðman tón- listarsmekk. Hún hlustar á allt, frá klassískri tónlist til rokktón- listar. Helst vill hún syngja trúar- tónlist og þá fyrst og fremst vegna þess hve textarnir eru góð- ir. — Það er gott að syngja um Jesú, segir Carola. — Ég vildi gjarnan syngja enn meira af andlegri tónlist. Carola veit ekki hvað framtíð- in ber í skauti sér. — Kannski set ég á fót tónlist- arskóla, kannski Biblíuskóla. Ég veit ekki. En eins og ég sagði áðan, þá er Jesús mér allt. Hann leiðir mig og þá er hamingja mín fullkomin, segir Carola að lokum. Tuttugu blaðamenn hafa feng- ið að heyra innilegan og lítlegan vitnisburð um lifandi og frels- andi Jesú frá sautján ára gamalli sænskri stúlku. Enn einu sinni hefur Carola fengið tækifæri til að vitna um frelsara sinn. Þýtt úr Korsets Budskap, jan. '84, M.Æ. Myndir: Timo Pellinen

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.