Afturelding - 01.01.1984, Síða 18
Á afmælisári
Nú þegar Afturelding er orðin
fimmtíu ára, þykir við hæfi að minn-
ast stofnanda blaðsins og tveggja
fyrstu ritstjóra.
Eric Ericson
Eric Ericson fæddist í Svíþjóð, 19.
dag septembermánaðar árið 1899.
Hann tók skírn inn í Hvítasunnu-
söfnuð í Gautaborg 1. júní árið 1918.
Störf hans sem ungs manns voru
við skógarhögg. Þótti hann ham-
hleypa til verka og með þátíma
„bónus“ náði hann afkastagetu
2—3 manna. Þar í skóginum talaði
hann við Guð og bað um leiðslu yfir
sitt unga líf. Ericson, eins og hann
var vanalega nefndur, skynjaði köll-
un Drottins til norðlægra landa og
þá helst til Grænlands. Danir lok-
Eric Ericson og fjölskylda.
uðu Grænlandi algjörlega fyrir
frjálsu, kristilegu starfi. Ericson fór
því til Færeyja og starfaði þar um
hríð. Árið 1928 er hann kominn
ásamt konu sinni til Vestmannaeyja
og upp frá því helgar hann krafta
sína og líf Hvítasunnustarfmu á ís-
landi. Signe Ericson, sem einnig var
sænskrar ættar, stóð með manni
sínum alla tíð, eða þar til hann and-
aðist 17. janúar árið 1959.
Eftir að Ericson kom til íslands,
var hann þá á byggðu bóli eins ná-
lægur Grænlandi og hugsast gat,
talaði Drottinn til hans um að
er Grænland opnaðist fyrir boð-
un fagnaðarerindisins á frjálsum
grunni, mundu trúboðar fara til
starfa í Grænlandi, frá íslandi. Árið
1953 opnaðist Grænland. Þegar í
stað fór Erik Martinsson, systurson-
ur Ericsons, þangað með íjölskyldu
sinni og í kjölfarið fór Rune Ásblom,
með konu sinni. Þar hafa þau síðar-
töldu verið í 30 ár og unnið mikið
starf, með sonum sínum og öðrum
trúboðum, er lagt hafa hönd á plóg-
inn.
Eftir 6 ára dvöl í Eyjum flytur
Ericson með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur og hefur Hvítasunnu-
starf hér í borg. Það hafði verið
reynt áður, fyrst af Páli Jónssyni og
síðar Erik Ásbo. í maímánuði 1936
er Fíladelfíusöfnuðurinn stofnaður
og voru meðlimirnir 12. Ericson var
forstöðumaður fyrir þessum litla
hópi. Starfið hefir verið markvisst
og menn og konur hafa gengið til
liðs við söfnuðinn. Um síðustu ára-
mót höfðu 1081 verið innskrifaðir í
söfnuðinn. Af þeim stóra hópi hafa
margir dáið og svo farið frá, mikið
hefir flust frá söfnuðinum til ann-
arra staða á landinu og eru meðlim-
ir nú við áramótin 522.
Árið 1934 hóf Ericson að gefa út
Aftureldingu. Hann varð um leið
fyrsti ritstjóri blaðsins. Vel var af
stað farið, þegar Þorsteinn Þ. Víg-
lundsson skólastjóri í Vestmanna-
eyjum varð fyrsti prófarkalesari
blaðsins. Rétt um leið kom Ásmund-
ur Eiríksson að blaðinu og varð
meðritstjóri. Koma hans að blaðinu
leysti margan vanda. íslenskumaður
var hann ágætur og um leið gott
skáld, hagyrðingur. Afturelding hef-
ir um þessa fimm tugi ára, verið í
fararbroddi kristilegra blaða á ís-
landi og upplag hennar numið þús-
undum. Ericson gaf söfnuðinum í
Fíladelfíu síðan forlagið, með skrif-
stofutækjum og öllum gögnum. Þá
var forlagið komið vel á veg og lagði
um mörg ár öðrum starfsgreinum
lið. Má þar sérlega nefna húsbygg-
ingar Hvítasunnumanna í Keflavík
og svo Stykkishólmi og víðar.
Ericson var fáskiptinn maður,
umtalsfrómur og góðviljaður. Við
Einar J. Gíslason er
forstöðumaöur Hvíta-
sunnusafnaðarins í
Reykjavík og hefur
gegnt því starfi frá 1.
október 1970. Fram að
þeim tíma, frá 1948,
gegndi hann forstöðu-
mannsstarfi í Betel,
Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Biblíu-
skóla f Svfþjóð og hefur mikið unnið að kristi-
legu starfi, innanlands sem utan.