Afturelding - 01.01.1984, Side 24

Afturelding - 01.01.1984, Side 24
Jóhann Pálsson: Ljóðaljóð Biblíunnar Ljóðaljóð Biblíunnareru mjög heillandi. Mál þeirra, myndríkt og auðugt, er tekið úr hinum austurlenska heimi og gerir það ljóðin innihalds- og lærdómsrík. Jesús gefur Ljóðaljóðunum sín meðmæli, sem öðrum bókum Ritningarinnar(sjá Lúk. 24:27). Biblía Gyðinganna, sem Jesús las, hafði einnig að geyma þessa hugljúfu bók. Við lestur hennar getur maður hlotið lærdóma, á fjóra ólíka vegu. I. Bókin lýsirá hugljúfan hátt, kærleika ungra elskenda. Sá kær- Ieikur er hreinn og sannur. Hann mætir reynslum og freistingum, sem kærleikurinn almennt gerir í lífinu, en hjá þessum elskendum er hann sterkur og stenst prófið. Brúðurin er ávallt trú og undir öllum kringumstæðum getur hún sagt: „Vinur minn,“ „Unn- usti minn,“ og hann gagnkvæmt. Margir gyðinglegir kennarar álitu og kenndu að Guð hefði gefið þessa bók í Biblíuna, til að gefa rétta mynd varðandi hinn sanna hjónabandskærleika. II. Fyrir Gyðinga almennt spegla Ljóðaljóðin kærleiksaf- stöðu Guðs til eignarlýðs hans, Gyðinganna, ísraels. A mörgum stöðum í Ritningunni, er Israel, þegar hann er í réttri afstöðu til Drottins, framsettur í táknmáli. sem trúföst brúður eða eiginkona (sjá Jesaja 54:5—6 og Jeremía 2:2). En er ísrael brást Drottni, er honum líkt við ótrúa eiginkonu (Hósea 2:2). Þannig lesa gyðing- legir biblíulesarar Ljóðaljóðin enn í dag. Sjáandinn Jesaja talar um hina endanlegu endurreisn ísraels og líkir honum við brúður sem býr sig skarti sínu (Jesaja 61:10). III. Hinir kristnu hafa á öllum tímum lesið Ljóðaljóðin, með þeirri hugsun og skilningi, að Jesús sé hrúðguminn og söfnuð- urinn brúður hans. Þannig talar Páll í II. Korintubréfi 11:2 og Efesusbréfi 5:25 — 32, er hann talar um kærleikann og hjóna- bandið. Einnig fáum við hlið- stæða mynd í Opinberunarbók Jóh. 19:7—9. Þetta er vissulega höfuðinntak og þýðing Ljóða- Ijóðanna, því þau tilheyra hin- um spámannlegu bókum Bibl- íunnar. í Ljóðaljóðunum er framsett á undursamlegan og lif- andi hátt, hin heita elska Drott- ins Jesú til brúðarinnar — safn- aðarins. Sú elska sem gaf allt, er sterkari en dauðinn. IV. í fjórða lagi er hægt að lesa Ljóðaljóðin með þeim skilningi að hver sannkristinn einstakling- ur sé brúðarsál og afstaða hans til Jesú mótist af þeirri sannfær- ingu. Á liðnum tímum hafa Ljóðaljóðin verið lesendum sín- um uppspretta uppbyggingar og gleði. Bókin lýsirólíkum hliðum hins kristna lífs — frá byrjun til brottfarardags. Hún lýsir hinu dásamlega samfélagi við Jesú og bendir líka á hvernig þetta samfélag getur rofnað og hve erfitt það getur verið að fá það endurheimt. En merkisblæja bókarinnar er elska. Það lítur út fyrir að sjáandinn Jesaja hafi fengið að upplifa hamingju brúðarinnar í eigin persónu, þeg- ar hann í anda fékk að skoða og sjá ísrael upplifa sátt og endan- lega uppreisn (Jes. 61:10). Við eigum að nálgast Ljóða- Ijóðin, sem og alla Biblíuna í heild, með lotningu og virðingu. Gyðingar vildu ekki láta ung- menni sín lesa Ljóðaljóðin undir þrítugsaldri. Þeir álitu að fyrr hefðu þau ekki nægan þroska til að skilja fræðslu og kjama bókar- innar. Jóhann Pálsson var um áraraðir for- stöðumaður hvíta- sunnusafnaðarins á Akureyri en starfar nú í Samhjálp hvíta- sunnumanna. Greinar eftir hann hafa oft áður birst í Aftureldingu.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.