Afturelding - 01.01.1984, Page 25

Afturelding - 01.01.1984, Page 25
Matthías Ægisson: Hvernig mun lúöur Drottins Tónlistin er allt í kringum okkur. Hún hljómar til okkar er svefni léttir, á leið í og úr vinnu, um daga, kvöld og nætur. Þessi tónlist lætur misjafnlega í eyr- um. Æskan ávirðir ellina fyrir þröngsýni og þumbarahátt og ellin ber æskuna sömu sökum. Sætta er ekki að vænta og hinn eini sanni tónn virðist víðs fjarri. En hver er hinn eini sanni tónn? Er hann að finna í tónlist þessa heims eða þurfum við e.t.v. að leita út fyrir þann ramma? Getur verið að við höf- um leitað langt yfir skammt og ekki vitað að þessi tónn stendur okkur svo nærri að við þurfum aðeins að draga niður í okkur sjálfum til að heyra hann? Sá dagur kemur er hinn eini sanni tónn mun hljóma. Það kemur sá dagur er lúður Drott- ins hljómar og boðar cndalok þessa heims og upphaf annars. Fyrir þá sem hafa þjónað Kristi og elskað hann, mun þessi tónn verða ljúfastur allra tóna og þoða eilíft líf með honum. Fyrir þá sem haft hafa á sér yfir- bragð guðhræðslu mun hann verða sárastur allra tóna og boða kvalir og angist og viðskilnað við Krist, því að þegar hulunni hefur verið svipt af, verður falsið opin- bert og jafnvel guðleysinginn > hlýturbetri örlög. Hvar stendur þú? Þér bregður kannski við þcgar spjótið þeinist allt í einu að þér, en þannig er það og þannig verður það. Þú ert kjarni málsins, það sem allt snýst um. Þegar kemur að loka- uppgjörinu milli þín og Guðs verður hismið skilið frá kjarn- anum og þú stendur berskjald- aður frammi fyrir skapara þínum. Hvernig mun Drottins lúður hljóma í þínum eyrum? Prófaðu sjálfan þig. Er tilhlökkun í hjarta þínu þegar þú hugsar um endurkomu Krists, eða kvíði og angist? Ef þú kvíðir endurkomu hans, þá gjör viðbúnað. Ákalla Drottin og hann mun frelsa þig. Kristur býður okkur að velja á milli lífs og dauða. Hefur þú efni á að hafna lífinu? Matthías Ægisson cr blaöamaftur við Aftur- eldingu og Bamablaðið og hefur gegnt þvf starfi er siglfirskur að upp- runa, en hefur búið í þrjú ár.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.