Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.01.1984, Blaðsíða 28
Lœrdómsríkur draumur. 4 ámótí ] Sanntrúaða konu dreymdi eitt sinn, að hún sæi þrjár konur á bæn. Á meðan þær krupu í bæninni, kom Drottinn Jesús til þeirra. Hann vék að einni þeirra, beygði sig niður að henni með óviðjafnan- legri mildi og miskunn. Um leið og hann talaði við hana brosti hann til hennar með geislandi kærleika, og orð hans voru sem himneskur hljómniður. Frá þessari konu gekk hann til þeirrar næstu. Hann lagði hönd sína á höfuð henni og brosti vin- gjarnlega til hennar. Hinni þriðju gekk hann fljótlega fram hjá, án þess að virðast taka neitteftirhenni. Nú hugsar konan, sem drauminn deymdi, á þessa leið: Hversu mikið hlýtur hann ekki að elska fyrstu konuna. En hin þriðja hefir eflaust hryggt hann óendanlega mikið, þar sem hann hvorki sagði eitt einasta orð við hana, né brosti til hennar. Það vekur mér stórrar furðu að hún skuli hafa getað hryggt meist- arann svona mikið. Á meðan hún stóð þarna og var að hugsa um þetta, kom Jesús til hennar og sagði: „Ó kona hve sorglega rangt dæmir þú mig! Fyrsta konan þarfnaðist allrar um- hyggju minnar til þess að hún gæti varðveizt á hinum mjóa vegi mín- um. Hvert einasta augnablik dags- ins þarfnast hún kærleika míns og umhyggju. Hjálpar minnar má henni aldrei verð vant undir nein- um kringumstæðum, annars myndi hún bíða tjón og falla frá mér. Önnur konan aftur á móti, hefir sterkari trú og dýpri kærleika, og ég er viss um það, að hún heldur fast við mig, hvernig sem hlutirnir annars veltast og hvað sem menn- irnirsegja. Hin þriðja, sem ég fljótt á litið, virtist ekkert sinna hefir trú og kærleika af allra hreinustu tegund. Hana fóstra ég á sérstakan hátt til ábyrgðarmeiri helgunarþjónustu fyrir mig. Hún þekkir mig svo gagnkvæmt og treystir mér svo tak- markalaust, að hún er algerlega óháð orðum, brosum og öðrum ytri táknum um nærveru mína. Hún hvorki forherðist né missir þrek hvaða þrengingar sem mæta henni. Hún trúir látlaust og skilyrðislaust á mig, þótt skynsamlegar ályktanir og uppfyndingasamar hugsanir vilji gera uppreisn í hennar mannlega hjarta. Þetta gerir hún vegna þess að hún veit að allt sem ég læt fram við hana koma miðar henni til ei- lífrar farsældar, enda þótt hún sjái ekki skýringuna á því, en hún sér hana síðar.“ „Korsets seier“. (Á. E. íslensk- aði). Afturelding 4. tbl. 1936, bls. 46. Maður nokkur að nafni Arm- strong, kom eitt sinn í lítið þorp, til að hafa kristilegar samkomur. í þorpinu bjó læknir, sem ekki trúði öðru en því, sem hann sá eða þreif- aði á. Hann var alþekktur fyrir andkristilegar skoðanir sínar, og nú vildi hann gera árás á prédikarann. Hann bað vini sína og kunningja að koma líka og hlusta á. Hann byrjaði með að spyrja: „Tal- ið þér um sálina í ræðum yðar?“ „Já.“ „Hafið þér séð sál?“ „Nei.“ „Hafið þér heyrt sál?“ „Nei.“ Hafið þér bragðað sál?“ „Nei.“ „Hafið þér fundið lykt af sál?“ „Nei.“ „Hafið þér tilfinningu f sálinni?" „Já, Guði sé lof, það hefi ég,“ svaraði Arm- strong. „Ágætt,“ sagði læknirinn, „fjórir á móti einum að sálin er ekki til.“ Því næst spurði Armstrong: „Þér eruð læknir?" „Já.“ „Hafið þér séð sársauka?" „Nei.“ „Hafið þér heyrt sársauka?" „Nei.“ „Hafið þér bragð- að sársauka?" „Nei.“ „Hafið þér fundið lykt af sársauka?" „Nei.“ „Hafið þér fundið sársauka?" „Já.“ ,Ágætt, þá hefi ég fjóra á móti einum að ekki er til sársauki. Þó trúið þér og vitið, að til er sársauki, eins og ég trúi og veit, að til er sál.“ Afturelding 1. tbl. 1938,bls. 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.