Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 12
I I I Endurlausn og andans líf Sœnski trúboðinn Roger Larsson dvaldist hér á landi 10. -15. nóvember og héltsamkomur i Neskirkju og Fíladelfíukirkjunni íReykjavík. Fjöldifólks sótti samkomurnar ogfengu margir að finna snertingu Guðs, bœði til anda, sálar og líkama. Roger Larsson er trúboði sœnska Hjálprœðishersins og hafði Hjálprœðisherinn frumkvœði að komu Rogers hingað. Ég var flokksstjóri í sænska Hjálpræðisliernum þar til ég ákvað að skipta um starfsvett- vang og gerðist aðstoðarmaður prests í sænsku kirkjunni. Ætlun mín var jafnvel að taka prests- vígslu. Ég gegndi þessari þjón- ustu í tvö ár, eða þar til menn úr Hjálpræðishernum komu til mín og vildu fá mig til baka. Nú var ég skipaður umsjónarmaður æskulýðsstarfs í nyrsta umdæmi Svíþjóðar. Það fól í sér stjórn allra æskulýðsleiðtoga, barna- starfs, námskeiðshalds og ann- ars á sviði æskunnar. Þetta var verksvið mitt í fimm ár. Þá urðu mikil tímamót í lífi mínu. Köllunin Ég var með hóp æskufólks í fjallaskála, sem heitir Tre Grindar, á vikulöngu Biblíu- námskeiði. Meðan við dvöld- umst þarna fór mér að finnast að þjónustu minni væri lokið á þessu sviði. það var líkt og hún hefði fjarað út. Ég gekk um og bað Guð að sýna mér hvað hann vildi með líf mitt og bað hann að leiða mig. Eitt kvöldið sagði ég unglingunum að ég ætlaði að fara í gönguferð. Þegar ég kom út í anddyrið sá ég stjörnubjart- an himininn yfir mér. Það var angurværð í hjarta mínu og ég teygði hendur mínar upp og sagði: „Drottinn þú verður að sýna mér vilja þinn, hér er ég.“ Þá var eins og vindgustur blési yfir mig þar sem ég stóð. Ég gekk af stað, án þess að vita hvert og hélt upp eftir þröngum skógarstíg. Eftir drjúga göngu Samkomurnar voru mjög fjölsóttar og fólk kom meö eftirvæntingu.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.