Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 10
komnar tæplega 7000 konur frá meira en 60 löndum. Þetta var virkilega yndislegt mót, við fundum sterklega fyrir nærveru Heilags anda. Við urðum allar vitni að stór- kostlegri lækningu. Mótið byrj- aði þannig að í upphafi komu fulltrúar hverrar þjóðar í þjóð- búningi og með fána þjóðar sinnar. Þetta var mjög hátíðleg athöfn og snerti við fólkinu. Jane Hansen forseti samtakanna setti mótið og var rétt byrjuð á ræðunni, þegar truflun varð á samkomuna vegna þess að kona nokkur hafði fengið hjartaáfall. Það var komið með sjúkrabíl til að sækja konuna og hún lá þarna milli heims og helju. Þarna var maður sem hafði beðið opnun- arbæn, og Jane bað hann að koma að biðja. Hann sagði að líf og dauöi væri á tungunnar valdi, og nú skyldum við skapa líf með orðum okkar. Hann bað okkur að rétta út hendurnar til þessar- ar konu og biðja fyrir henni. All- ir réttu hendur sínar að henni og svo var beðið. Þá gerðist það að konan reis upp af sjúkrabörun- um ogstóð upp. Læknarnir vildu samt ekki sleppa henni og fóru með hana til að rannsaka hana. En hún kom seinna og gaf vitnis- burð á mótinu. Læknarnir sögðu að hún hefði verið nærri dáin og samkvæmt þeirra útskýringum var þetta kraftaverk. Hún hefði ekki get- að læknast svona nema fá með- ferð, og ef til vill hefði það ekki nægt heldur. Þessi kona er heilbrigð í dag. Eftir þetta braust út mikil lofgjörð og þakk- argjörð til Drottins. Fólk fylltist eftirvæntingu fyrir bragðið. Gjafir andans voru virkar og varð að grípa til þess ráðs sem Páll gefur í I. Korintubréfi að ekki fleiri en þrír skuli tala tung- um. Fólk kom upp og var athug- að hvað það hefði fram að færa. Spádómarnir áttu það sameigin- legt að boða nýja tíma og segja að Guð væri að hrista upp í kirkju sinni. Guð er að undirbúa fólk sitt fyrir komandi vakningu og Guð á eftir að kalla konur í ríkari mæli en áður til þjónustu. A kvöldin voru góðir prédik- arar svo sem Jamie Bucking- ham, James Robinson, Anne Gimenez. Þau heyrðu ekki ræðu hvert annars, en samt kom margt svipað fram hjá þeim, um að Guð sé að hræra kirkju sína til lífs og helga lýð sinn til sigurs. Það er líf og það er helgun. Anne sagði að nú væri að koma mikið náðartímabil yfir kirkjuna á sama tíma og erfiðleikar yrðu í efnahagslífinu. Samkvæmt gyð- inglegu tímatali verður þetta „Fagnaðarár," þ.e.a.s. ár þegar ísraelsmenn gáfu upp allar sak- ir, fangar fengu lausn og skuld- unautar uppgefnar skuldir. Hún taldi að þetta yrði mikið náðar- ár. Á þessu móti var beðið fyrir mörgum og stundum var komið með þekkingarorð. Eg minnist einnar konu sem sagðist finna að einhver viðstaddra ætti í vand- ræðum með vörtur. Svo hló hún, því henni fannst hálfbjánalegt að koma með þetta. En svo gaf ein sig fram sem átti í raun og veru við alvarlegt vandamál að stríða og hafði þurft að fara til læknis í aðgerð. Henni var sagt að ef hún mundi snerta sjúka staðinn og beina sjónum sínum til Drottins, mundi hún læknast. Þessi kona fékk að reyna það Það sem snerti mig mest á þessu móti var að hitta svo marg- ar konur frá svo mörgum þjóð- um. Maður er oft svolítið ein- angraður í hugsun uppi á Isl- andi. Þarna voru m.a. þcldökkar konur frá Al'ríku og það var sama hvaðan þær komu, sami andinn var alls staðar. Það var yndislegt að vera saman. Skipulag „Aglow“ sumtakanna Starfið í aðalstöðvum „Aglow“ er fjármagnað með út- gáfustarfsemi, en „Aglow“ sam- tökin á hverjum stað eru sjálf- stæð. Einu sinni á ári er haldinn stefnumarkandi fundur, og hann sækja fulltrúar úr öllum heims- álfum. „Aglow“ samtökin hafa áunn- ið sér mikla virðingu. Virtir trúboðar í Ameríku eins og Jam- ie Buckingham hafa gefið „Aglow" mjög gott orð og „Aglow" hefur fengið viður- kenningu fyrir útgáfustarfsemi. Roger Larsson, sem var nýlega í heimsókn hér á landi, er ráðgjafi fyrir „Aglow" í Svíþjóð. Hann sagði að mikil gróska væri í „Aglow" hreyfingunni í Svíþjóð og að Guö notaði „Aglow" mjög mikið í vakningunni þar. í stjórn „Aglow" á íslandi eru auk mín Beverly Gíslason vara- formaður, Guðfinna Helgadótt- ir gjaldkeri og ritarar eru Janet Cosshall og Björg Davíðsdóttir. Stjórnin er kosin til tveggja ára. Auk þess höfum við þrjá ráð- gjafa, sem kosnir eru til eins árs í senn. Þeir eru Hafliði Kristins- son forstöðumaður í Fíladelfíu, Björn Ingi Stefánsson forstöðu- maður í Veginum og séra Hall- dór Gröndal sóknarprestur í Grensásprestakalli. Ég vil taka það fram að við erum mjög þakklátar fyrir þeirra framlag og þjónustu við „Aglow". Viðtal: Guðrún Markúsdóttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.