Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 39

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 39
0 villutrúar. Munið livað menn- irnir í Beroju gerðu á tímum Páls: Peir tóku með ákafa á móti boðskap spámannanna, síðan rannsökuðu þeir Ritningarnar til þess að athuga hvort spá- mennirnir færu með rétt mál. Rannsakaðu Ritningarnar dag- lega til þess að athuga hvort boð- skapur prédikaranna sé réttur, þá mun þér farnast vel. Trúmennska. „Og í hverju því verki, er hann tók sér fyrir hend- ur viðvíkjandi þjónustunni við musteri Guðs, og lögmálinu og boðinu um að leita Guðs síns, breytti hann af heilum hug og varð auðnumaður." (II. Kron- íkubók 31:21). Hiskía konungur leitaði Guðs af öllu hjarta og honum farnaðist vel. Jesús sagði að hver sem bjargaði lífi s.ínu myndi týna því, en hver sem týndi lífi sínu hans vegna myndi bjarga því. Hvort sem þú ert með eigin atvinnurekstur eða starfar hjá öðrunt, er trú- mennskan algjört skilyrði. Ef þú segir að þú hafir reynt að helga þig af öllum mætti, en ekki tek- ist, þá ert þú á rangri lcið. Gleðjumst í Drottni. Lestu þetta sterka fyrirheit í Sálnnm- um 1:3: „Hann er sem tré, gróð- ursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.“ Eitt af skilyrðunum sem uppfylla þarf til að erfa þetta fyrirheit er nefnt í 2. versinu. „(Hann) hefir yndi af lögmáli Drottins." Ef þú i gleðst í Drottni, mun harin veita þér það sem hjarta þitt þráir. Ein leið til að gleðjast í Drottni er að gleðjast yfir starfi þínu — ekkert japl, jaml eða fuður. Ef þú nöldrar og möglar, þá þarft þú alveg örugglega að þramma 40 hringi aukalega i eyðimörkinni. Þú getur líka glaðst í Drottni með lofgjörð. Guð býr í lofgjörð fólks síns, og ég trúi jrví að Bibl- ían sýni víða að djöfullinn sé í mögli Guðs fólks. Notum hœfileika okkar. Þú munt ekki hagnast eðlilega, ef þú notar ekki hæfileika þína. Ef þú hefur hæfileika til að mála og teikna, málaðu þá og teiknaðu. Ekki fela talentu þína undir mælikeri. Guð vill að þú gerir þá hluti sem hann hefur gefið þér hæfileika til. Hæfileikar þínir eru ókeypis gjöf frá Guði; þú átt að gefa þá Guði og öðrum ókeypis aftur. Verum syndlaus. „Sá sem dyl- ur yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sásemjátar þærog lætur af þeim, mun miskunn hljóta. (Orðskviðirnir 28:13). Guð mun láta þér farnast vel, ef þú játar syndir þínar fyrir hon- um og öðrum. Sýndu undirgefni og guðsótta með því að afhjúpa syndir þínar. Ef þú dylur syndir þínar, gefur þú djöflinum tæki- færi til að stela frá þér aftur. Verum hrein frammi fyrir Guði og hann mun láta okkur farnast vel. Tíund og fórnargjafir. „Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt — segir Drottinn allsherjar — hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og út- helli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." (Malakí 3:10). Ein- hver ásakaði mig einu sinni fyrir að dirfast að segja að ef fólk gæfi ekki tíund hvíldi á því bölvun. Ég ákvað þetta ekki, Biblían segir það. Eg hef aldrei getað skilið hvernig maður ætlar að komast til himins án þess að hafa greitt tíund. Hvernig getur nokkur stolið frá Guði og jafn- framt komist til himins? Gefum fátækum. Guð vill að fólk hans hafi samúð með fátæk- um, hvort sem það er maðurinn í götunni seni var að missa vinn- una, eða svöngu börnin í Kal- kútta. Að gefa fátækum er eins og að lána Guði — hann mun endurgjalda þér. Biblían vísar okkur leiðina til velfarnaðar. Hún leiðbeinir okkur einnig varðandi meðferð þeirra fjármuna sem við eigum nú þegar. Yfirleitt ættum við ekki að fá lánaða peninga. Vissulega eru til skynsamlegar lántökur, eins og afbprganir af bíl eða kæliskáp, svo að þú þurfir ekki að hlaupa út í búð á hverjum degi. Eða afborganir af húsnæði, svo að þú þurfir ekki að borga leigu alla ævi. Síðan eru aðrar skuldir sem ég trúi að séu óréttmætar, s.s. vegna mvndbandstækja eða af- ruglara. Maður er raunverulega skuld- ugur, þegar hann greiðir ekki reikninga sína. Ég legg til við þig: Notaðu ekki greiðslukort, nema þú getir greitt reikninginn mánaðarlega; leggðu til hliðar vissa upphæð af hverri útborgun til sparnaðar; Kauptu hæfilegar vátryggingar; láttu kristinn lög- fræðing fara yfir alla mikilvæga samninga og heiðvirðan verslun- armann yfirfara alla viðskipta- samninga; biddu Guð urn visku til að gera fjárhagsáætlun; gerðu áætlanir fram í tímann, gættu orðstírs þíns, lifðu ekki um efni fram, veldu veraldlegar eigur þínar af hógværð og farðu vel með þær. Orðatiltækið „þú getur aldrei gefið Guði meira en Guð gefur þér" er ekki rétt. Maður verður að gefa samkvæmt leiðsögn Orðsins og Heilags anda. Og Framhald á bls. 46

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.