Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 24
Ieika til þjónustu við Guð. Reyndar hafa karlmenn, jafnt á dögum Biblíunnar sem nú á tím- um, oftast verið meira áberandi í leiðtogastöðum innan kirkjunn- ar. Félagslega, menningarlega og af heimilisástæðum hafa þeir oftast haft meira svigrúm og frelsi til athafna heldur en kon- urnar. Samt segir Biblían okkur að konur, sem endurfæddar eru fyrir blóð Krists, séu hæfar til þess að þjóna við hlið bræðra sinna þegar Guð kallar þær til þess. Samkvæmt Ritningunni er hlutverk konunnar í söfnuði Krists aðeins takmarkað af köll- un Guðs til einstaklingsins. Reyndar er þátttaka í kristilegri þjónustu „rétt viðbragð“ allra kristinna manna við elsku Guðs. I Rómverjabréfinu 12:1 skrifar Páll: „Pvíbrýni égyður, bræður, (orðið vísar til allra barna Guðs, bæði karla og kvenna, í líkam- legri eða andlegri fjölskyldu) að þér . . . bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þókn- anlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.“ Börn Guðs eiga skilyrðislaust að bjóða sig fram til þjónustu við hann. Hvaða ástæðu gefur post- ulinn fyrir slíkri helgun? Þannig, segir hann, tilbiður kristinn maður Guð! Athyglisvert er að í framhaldi af Rómverjabréfinu 12:1 kemur kafli um mismunandi þjónustu í söfnuðinum og það vekur eftir- tekt að hvar sem minnst er á margvísleg svið þjónustunnar og þátttökunnar í söfnuði Krists, þá er talað um einstaklinginn. Ekki eru allir eins, og Guð hefur kall- að börn sín til mismunandi verk- efna — verkefna sem hæfa hverjum og einum (Rómverja- bréfið 12:4-6; I. Korintubréf 12:11-27; Efesusbréfið 4:11; I. Pétursbréf 4:10). Guð getur not- að og þráir reyndar að nota sér- hvern einstakling, sem er frels- aður af náð. Hann hefur ekki gert neinar áætlanir fyrir iðju- leysingja, hvors kyns sem er, í líkama Krists. Margvísleg þjónusta í söfnuði Krists Oftar en ekki kallar orðið „þjónusta“ upp hugmyndir um háar leiðtogastöður eins og for- stöðumaður, öldungur, trúboði, kennari og svo framvegis. Spurningin um hæfni kvenna í slíkar stöður hefur löngum verið deiluefni meðal kristinna manna. Samt sem áður, jafnvel eftir svo takmarkaðan ritningar- lestur eins og í þessari grein, kemst maður að þeirri niður- stöðu að ef Guð hefur kallað konur og opnað þeim leið, þá eru þær vissulega hæfar til þjón- ustu. Rökin eru þessi: 1) Guð notaði konur sem leiðtoga á dögum Gamla testamentisins; 2) Jesús lét konur skipa sama sess og karlmenn; 3) Margir af sam- verkamönnum Páls voru kven- kyns; 4) Það kemur aftur og aft- ur fram í guðspjöllunum að kyn- ferði skiptir ekki máli. Ef Guð hefur því kallað konu, þá er hún jafn frambærileg til starfa for- stöðumanns, öldungs, trúboða, kennara o.s.frv. og karlmaður. Samt er mikilvægt að veita því athygli að þátttaka í slíkri þjón- ustu er takmörkum háð, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Efesusbréfið 4:11 segir: „Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.“ Aðeins fá- einir eru kallaðir til svo hárra embætta. Höfundum Nýja testa- mentisins þótti þó óhugsandi að nokkur kristinn maður gæti verið án einhverrar náðargjafar, á einhverju sviði þjónustu. (Rómverjabréfið 12:3-6; I. Kor- intubréf 1:4-7; 12:3-7; I. Péturs- bréf4:10). Sérhver einstaklingur á að vera starfandi limur á lík- amanum á einn eða annan hátt og það eru tækifæri til þjónustu fyrir alla. Lítum á umræðuna um gáfur andans (I. Korintubréf 12-14). Páll byrjar á að segja: „Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er“ (12:7). Síðan telur Páll upp gáfurnar sem hann hefur í huga. Þar á meðal eru vísdómsorð og orð þekkingar (8.v.), trú og lækningagáfa (9.v.), framkvæmd kraftaverka, spádómsgáfa, hæfileiki að greina anda, tala tungum og út- leggja (10.v.). Síðan er fólk, sem þjónar sem postular, spámenn og kennarar; fólk, sem Guð not- ar til að framkvæma kraftaverk og lækningar; fólk, sem vinnur líknarstörf, hefur stjórnunar- hæfileika og talar tungum (28.v.). Það er athyglisvert að gáfur „líknarstarfa“ og „stjórn- unar“ eru taldar upp í sömu málsgrein og gáfur postula, spá- manns og kennara. í þrettánda kaflanum minnir Páll lesandann á að öll þjónusta skuli vera veitt í kærleika, og í 14:1 hvetur hann áheyrendur sína til að „sækjast eftir“ gáfum andans. Hér er eng- inn undanskilinn! Framhald á bls.31.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.