Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 16
KRAFTA- VERK Pessi frásögn barst frá lesanda Aftureldingar. Af persónulegum ástœðum vill hann halda nafni sínu leyndit. Engu að síður er þetta stórkostlegur vitnisburður um lækningarmátt bænarinnar og kœrleika Guðs. Ég var sannkallað sólskins- barn. Ung kynntist ég mannin- um mínum og saman eignuð- umst við tvo heilbrigða og góða syni. Oft hafði ég hugsað um það hve hamingjusöm ég væri, líf mitt hafði oftast verið dans á rós- um. Það var næstum of fullkom- ið. En skyndilega fór að draga ský fyrir sólu í lífi mínu. Allt breyttist á augabragði. Þegar ég var rúmlega þrítug dreymdi mig undarlegan draum. Mig dreymdi að til mín kænii maður og fannst mér hann vera látinn. Hann segir við mig: „Þú verður að leita læknis strax, því þú ert með krabbamein. Ef þú ferð ekki innan fjórtán daga þá verður það of seint.“ Næstu tvær nætur dreymir mig sama draum- inn. Ég áleit þetta af og frá, því ég leit vel út og fann ekki til las- leika. Ég sagði manninum mín- um drauminn og hvatti hann mig að leita læknis. Hann hafði orðið var við að ég væri mjög ber- dreymin. Ég lét til leiðast og pantaði tíma hjá kvensjúkdóma- lækni, sem skoðaði mig ve! og fann við eggjastokk stóran eitil. Læknirinn segir við mig að hann vilji láta fjarlægja þetta á kven- sjúkdómadeild. Ég man ennþá hvað mér brá rosalega. Þá bað ég hann um að sjá til þess að ég kæmist strax inn, því kannski lægi á. Þá horfði hann hissa á migogsagði: „Égskal sjá til þess strax.“ Fékk ég nokkrum dögum seinna pláss á sjúkrahúsi. Var ég svo skorin þar sem eitillinn var og einnig speglað kviðarholið. En ekkert sást athugavert í

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.