Afturelding - 01.12.1987, Side 45

Afturelding - 01.12.1987, Side 45
því felst viss áhætta, en sú áhætta er nauðsynleg. Það er ekki alltaf hægt að hamra á bókstafnum eins og hann kemur hrár fyrir, heldur verður að skoða hann í ljósi Biblíunnar allrar og að- stæðna á hverjum tíma. Lausanne-hreyfingin er merk hreyfing, sem samtengir kristna bræður og systur um allan heim og hvetur til samstarfs og vináttu á meðal fólks frá ólíkum menn- ingarsvæðum. Umræöuhópur, f.v.: Tony Lee frá Singapore, John ltond frá Ástralíu, Nicholas Masuk- ume frá Zimhabwe, Anne Marie Schuc frá VÞýskalandi, David Singh frá Indlandi og Örn Bárður Jónsson. berjast, þjást og líða fyrir fagn- aðarerindið. Það er ódýrt að trúa á íslandi, en dýrt í mörgum löndum þriðja heimsins. Sá maður, sem mér fannst setja mestan svip á ráðstefnuna var séra John R.W. Stott frá Englandi. Hann hefur verið mjög virkur í Lausanne-hreyf- ingunni og mótað stefnu hennar og guðfræði á mörgum sviðum að ég tel. Hann flutti erindi sem ég sótti og var mjög fróðlegt. Fjallaði hann þar um vanda prédikunarinnar þ.e.a.s. vand- ann að koma boðskapnum til skila til nútímans. Talaði hann um að þeim sem vildu vera trúir Orðinu hætti til að skjóta yfir markið, en hins vegar væri það vandi þeirra, sem frjálslyndir teljast, að þeir virðast oft hitta í mark, en ekki er alltaf á hreinu hvaðan boðskapurinn kemur! Þetta er vandi hverrar kynslóð- ar. Hugmyndafræði Stotts og aðferðir við túlkun Biblíunnar komu mér ekki á óvart enda við- urkenndar aðferðir guðfræðinn- ar. Hann sýndi hinum „texta- trúu“ áheyrendum fram á að það verður að túlka boðskapinn. 1 Singapore ’87 var uppörvandi og hvetjandi ráðstefna sem sýndi mér enn skýrar en áður hve heimurinn er lítill. Já, heim- ur minnkandi fer. Svo er tækn- inni fyrir að þakka, tækni sem gerir okkur vonandi auðveldara að ná til allra manna nreð boð- skapinn um Frelsarann. Séra John R.W. Stott og séra Örn Bárður Jónsson á Singapore ’87.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.