Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 14
Mjög margir leituðu fvrirbæna og var oft |>röng á (n'ngi. undir manna til staöar. þá leiðir Drottinn mig til réttrar mann- eskju meö spámannlegan boð- skap. Eg verö að fylgja hand- leiðslu Guðs. Geri ég það ekki þá missi ég af hinni yndislegu áætlun. sem Guð hefur með líf okkar. Það var nokkrum mánuðum eftiraðég fór út sem trúboði. Ég var að halda samkomu og sá ljós skína yfir konu úti í salnum. Ég gekk af stað til hennar, en varð hræddur og sneri við. Þá var eins og ég gengi út úr handleiðslu Guðs. Svo fékk ég að sjá þetta aftur og fór þá enn af stað til konunnar. Ég beygði hné hjá henni og þá kom orð til hennar frá Guði. Ég tók af henni gler- augun og hélt hendinni fyrir framan augu hennar. Það var eins og heitur titringur, eldur, í lófa mínum. Svo stóð ég upp, smurði höfuð hennar með olíu og gekk upp á ræðupallinn. Eftir samkomuna kom konan til mín og kynnti sig. Hún var djákni í sænsku kirkjunni. I mörg ár hafði hún þjónað í Tanzaníu sem kristniboði, en orðið að snúa heim vegna augn- sjúkdóms. Hún sagðist hafa verið í heimsókn í þessum bæ og alls ekki vön að sækja fríkirkju- samkomur. Þar sem hún sat í sæti sínu bað hún Guð að mæta sér, hún vildi ekki koma fram til fyrirbænar. Tveim vikum síðar barst bréf frá konunni. Hún hafði farið til læknis síns eftir að hún kom heim. Hann gaf henni þann úrskurð að ástand augnanna væri gjörbreytt og í dag starfar hún aftur sem kristniboði. Eftir þetta urðu ljóssýnirnar mjög algengar og Drottinn leiðir mig á þennan hátt. Þetta er mjög nákvæmt. Fyrir hjálp Drottins hef ég leitt saman tvo einstak- linga í mjög stórum hóp, þá var þetta fólk sem Drottinn vildi að lifði í sátt í stað ósættis. Það féllst í faðma og sættist. Það er mikilvægt að varðveit- ast í sannri auðmýkt, þá á ég ekki við væmni eða skinhelgi, heldur að maður beygi sig fyrir Orðinu. Ég lít á mig líkt og asn- ann, sem fékk að bera Krist inn í borgina. Það er ekki ég sem skipti máli, heldur á ég að bera fram Jesú. An auðmýktar fæst ekki myndugleiki. Hefur þjónusta þín ekki áhrif á fjölskyldulífið? Já, í fyrsta lagi gefast nú fáar stundir til samvista. Ég er að heiman þrjár vikur í mánuði og heima þá fjórðu. Þessu starfi fylgir mikil líkamleg áreynsla, samkomurnar eru langar og maður er á fótum lengi frameftir og svo eru mikil ferðalög. Þegar ég kem heim geta beðið mín um tvö hundruð bréf, sem ég verð að svara. Það er mikilvægt að þetta starf sé í réttum farvegi. Ég mundi hætta að pakka í töskurnar, ef ég fyndi þann hugsunarhátt að nú þyrfti ég að hespa af nokkrum samkomum hér eða þar. Engar tvær sam- komur eru eins, engir tveir dag- ar eru eins. Hvernig fer saman rótgróið starf Hjálpræðishersins og svo fersk og oft óhefðbundin þjónusta þín? Hjálpræðisherinn er meira en hundrað ára,en kjarni boðskap- arins á jafn vel við nú og í upp- hafi: Blóð og eldur — Endur- lausn og andans líf. Starf hersins hefur bæði beinst að andlegum og efnislegum þörfum manna og enn er mikil neyð í heiminum. Fjöldi hermanna hefur verið meiri en nú er. En ég hef líka skilið að það er ekki mannfjöld- inn sem skiptir meginmáli. Ör getur verið lítil, en sé hún odd- hvöss þá er hún nothæf. Sértu með stórt sverð, sem skortir bit, þá er það lítils virði. Ef andi Guðs og eldur hans fær ekki rúm í því fyrirkomulagi, sem byggð- ist upp í vakningum fyrri ára, þá á það fyrirkomulag ekki lengur tilverurétt. Þetta á jafnt við um Hjálpræðisherinn, Hvítasunnu- söfnuðinn og aðrar kirkjur og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.