Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.12.1987, Blaðsíða 5
kirkjunni þar sem við syngjum fallegu jólasálmana. Heldur skulum við hlusta á boðskapinn í orði Guðs um að „okkur sé í'relsari fæddur"; lausnari sem vill frelsa okkur frá einmana- leika, kulda og vonleysi í heirn- inum. Gleðileg jól Við göngum hægt heimleiðis. Bærinn er fallega prýddur ljós- um og jólaskrauti. Himinninn er heiður og stjörnubjartur. í mið- bænunr stendur stórt jólatré, skreytt Ijósum og með stjörnu á toppnum. Allir eru vingjarnlegir og heilsa — gleðileg jól! Heima bíður hangikjötið og rúsínu- grauturinn eftir fjölskyldunni. Nú rennur stóra stundin upp — hápunktur kvöldsins. Hurðin inn í stofuna er opnuð. Við göngum inn og kringum upp- Ijómað jólatréð. Augu barnanna tindra. Allt er fallegt og við crum hrærð af hugsuninni um sigur Ijóssins. Aftur syngjum við jóla- sálma, meðan börnin gjóa löng- unarfullum augunum á jóla- pakkana undir trénu. En fyrst skulum við syngja um barnið í jötunni og hlusta á jólaguðspjall- ið. Síðan deilum við út gjöfun- um. Allir fá eitthvað — og hver og einn fær fleiri en einn pakka. „Þetta var einmitt það sem ég hafði óskað mér.“ Kærar þakkir! Jólin koma Jólin koma sem staðfesting á kærleikanum milli manna og sem boðskapur englakórsins. ,,Dýrð sé Guði í upphæðum, og Iriður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Dagurinn er kominn — öllu heldur nóttin, sem var ekki lík nokkurri annarri nótt. Hann, sem varGuði líkur, varð manns- barn og tók sér bústað meðal okkar. Hvílík heimsókn! Hvílík- ur atburður í mannkynssögunni! Samt kom hann í kyrrð og auð- mýkt. Fáir voru vakandi nóttina sem hann fæddist í jötu, og margir hafa enn þann dag í dag ekki uppgötvað konungsson himinsins, frelsara hcimsins. Gjöf gjafanna Hann er gjöf gjafanna og gjöf Guðs á öllum tímum, til allra kynslóða og allra kynþátta. Okk- ur er í dag frelsari fæddur! Við öðlumst frið í hjartað — þann frið sem er forsenda friðar á jörðu, ef við tökum á móti frels- ara heimsins og lifum með hon- um, þökkum, lofum, hlýðum og þjónum honum. Jólin eru verk Guðs. Þau koma ekki vegna jólaljósa og greniilms. Sonur Guðs varð mannsbarn, til þess að við gæt- um orðið börn Guðs. Það er gjöf Guðs til okkar. Jólin koma frá Guði. Jól, það er Jesús. Þegar við opnum hjarta okkar og tök- um á móti frelsun hans, þá fáum við að reyna sanna jólahátíð. - ÞýltGM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.