Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 31
Frú Guðrún Lárusdóttir.
Einhver alvnrlegasti og sorgíegasti atburður
á þessu ári var slysið við Tungufjót 20. ág., er
frú Guðrún Lárusdóttir drukknaði, ásamt tveim-
ur dætrum sínunr. — Skylt; er að minnast frú
Guðrúnar í Árbók K. B. F., I>ó að mikið hafi
verið um hana ritað i tilefni af sviplegu frá-
falli hennar.
Frú Guðrún fæddist, á Valþjófsstað í Fljóts-
dal eystra. Foreldrar hennar vpru: Séra Lárus
Halldórsson Jónssonar prests að Hofi í Vopna-
friði og frú Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsens,
organleikara í Reykjavík. Systkini frú Guðrúnar
voru. Halldór. sem dó ungur, Valgerður, kona
séra Þorsteins Briem, sem líka er dáin, og Pétur,
fulltrúi á skrifstofu Alþingis.
Guðrún ólst upp á heimili trúaðra foreldra
sinna, í andlega. hollu loftslagi, enda var hún
snemma móttækileg fyrir góð áhrif. Hún var
snemma frædd um frelsara sinn og gaf honum
rúm í hjarta sínu og geymdi þar mynd hans til
æviloka; þeim, konnngi sínum sýndi hún órjúf-
andi hollustu og vildi laða alla að nonum.
Frú Guðrún fluttist til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum 1899; varð faðir hennar þá, prest-
Ur fríkirkjusafnaðarins hér í bæ, er þá var ný-
stofnaður. Hún giftist 1902 eftirlifandi manni
sínum, cand. theol. Sigurbirni Á. Gíslasyni; eign-