Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Blaðsíða 101
95
IHblínn útbrciðíst.
Árið 1937 var aiþjóðleg sýning í París. Meðal annars
var þar ein deild, sem hét »Maison de la Bible« (Hús
Biblíunnar). Þar var opið frá 10 f. h„ til miðnœttis og
sífellt undraverð aðsókn. Hermenn og almenningur,
ungir og gamlir biðu, þolinmóðir eftir að komast inn.
1. des. 1937 skýrir franskt kirkjublað frá því, að á
þeim tíma, hafi verið búið að selja yfir 28000 Biblíur,
Nýja Testame.nti og guðspjöll á 37 mismunandi málum,
mest á þýzku, cnsku og frönsku, en einnig á málum,
sem flestum eru ókunn, t. d. pashtu (sem talað er í
Afghanistan) og bambara, Afríkumállýzku. Allir gátu
fengið það, sem þeir vildu. Með þessari sýningu á Biblí-
unni. á meir en 200 málurn, vildu menn sýna gestun-
um, að þeir stæou andspæniS' athyglisverðustu og þýb-
ingarmestu bók heimsins. Á nýlendusýningunni í París
1931 voru selda*- 2B000 Biblíur og Nýja, Testamenti á
68 málum. Árlega er bók bókanna dreift í um 25 milj.
eintökum á. u,m 1000 málum.
Þrátt fyrir eymdina á Spáni eykst þar útbreiðsla
Bibliunnar með ári hverju. Þrátt fyrir tiðar árásir
á Madrid, hefir Biblíufélagið rekið starf sitt í borg-
in.ni næstum ótruflað. Nýlega var haldin bókasýning
I Barcelona. Þa,r gafst gott fséri til að dreifa BibÍíunni.
f samvinnu við' »Action biblique« voru á 3 dögum, sem
sýningin stóð, seldar 180 Biblíur, 59 Testamenti og
182 biblíuhlutar.
Rev. William H. Ronnv, sem ferðast fyrir Brezka
Bibliufélagið, skiifar, að áh.uginn fyrir Biblíunni og
útbreiðslu hennar í Portúgal megi kalla vakning. Hann
hafði þá nýlega ferðazt um og sótt lieim yfir 20 söfn-
uði og kristileg félög — og aldrei kynnzt neinu svip-
uðu þar. Ilin árlega bókasýning í Lissabon, 20. maí—
10. júní, lánaðist betur en nokkru sinni fyrr. Þar seldi