Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 33
Upprisa holdsins og eilíft líf.
Erindi flutt í Hraungerðiskirkju 20. júní af
séra Bjarna Jónssyni, vígslubiskupi.
1 trúarjátningunni er frá því skýrt, að Jesús,
eftir dauða sinn á krossinum,, steig niður til
heljar. Samferða honum var ræninginn, sem
með honum var krossfestur. Jesús sagði við
hann: »Sannlega segi ég þér: 1 dag skalt þú
vera með mér í Paradís«. Jesús steig niður til
dánarheima, og þar hefir dýrð hans opinber-
azt. Þá hafa hinir dánu, ,sem beðið höfðu í eft-
irvæntingu, fyllzt fögnuði og hjá, þeim hefir lof-
gjörðin hljómað: »Jesús er kominn«. Sá fyrsti,
sem frelsaðist fyrir orð hans var ræninginn, sem
iðraðist. Hann fylgdist með Jesú til dánarheim-
kynna. Við komu Jesú þangað ljómaði birtan
ög þessi heimkynni voru heimkynni friðar og
fagnaðar. Jesús bar ljósið inn í þau heimkynni.
Þar sem hann var, þar var Paradís.
Þeir,, sem lifa honum vita, að við burtför af
heimi þessum, halda þeir til Paradísar. Þeir
halda þangað heim, þar sem Jesús, eftir sinn