Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 36
30
festa í trú manna, örugg sigurvissa, ef menn
fylgdu Guðs orði. Þar er lampinn, sem lýsir.
Sá lampi logar ávallt skært.
Eg les í Nýja testamentinu og finn í Lúkasar-
guðspjalli orð Jesú, er hann lýsir dauða tveggja
manna og dvöl þeirra í dánarheimum. Það var
maður nokkur, sem Lazarus hét. Hann dó, og
var borinn af englum í faðm Abrahams. Lfm
líkt leyti dó ríkur maður. Hann var grafinn.
Eftir dauðann opnaði hann a.ugu sín. Hvar?
1 dánarheimum, en í kvölum. Þeir dóu báðir.
Þeir voru báðir í dánarheimi, annar í faðmi
Abrahams, en hinn, í kvölum. Líkaminn deyr,
en sál n lifir, bæði sál Lazarusar og sál ríka
mannsins. Sáiir þeirra beggja, eru í dánarheim-
um, og eru þár milli dauðans og dómsins.
★
Þegar vér yfirgefum líkamann cg sálin fer
til dánarheima, afhlœðwnst vér. Páll post-
uli talar um þetta, hann talar um, að menn
afklæðist, og hann lýsir þeirri þrá, sem hjá
þeim býr. Hver er s,ú þrá? Að þeir fái að yfir-
klœðast, að þeir fái aftur líkama, að þeir fái
að lifa í fullkomnum sigri, að þeir fái að íklæð-
ast dýrðarlíkama. Postulinn þráir að yfirklæð-
ast. Hann veit, að sú stund kemur, að hann
fær að yfirklæðast. Þetta vita kristnir menn
með sælli trúarvissu. Þeir segja, er þeir hugsa