Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 37
31
um dauðann: »1 Kristí krafti’ eg seg'i: Kom þú
sæll, þegar þú vilt«.
Þeir halda til Paradísar, til þess staðar, þar
sem ræninginn, fékk að vera með Jesú. Þar voru
margir fyrir. Þangað voru margir komnir á
undan. En þar.gað kom Jesús. Þar opinberaði
hann sigur sinn og guðdómskraft. Eftir þessa
heimsókn, eftir þenna boðskap, eftir þenna sig-
ur Jesú, hvílík sæla að vera í þeim heimi, hví-
líkur friður í Paradís, Þar ljómaði dýrðarbirt-
an frá ásjónu Jesú Krists. Upp frá þessu voru
þeir, sem þar voru, bíðandi hins mdkla dags,
upp frá þessu voru þeir þar í sælufriði. Þeir
voru með Kristi.
1 þessu sambandi vil ég benda, á orð postul-
ans: »Ég á úr tvennoi vöndu að! ráða: Mig lang-
ar til að fara héðan og vera, með Kristi, því
að það væri rniklu betra; en yðar vegna er það
nauðsynlegra, að' ég ha.ldí áfram að lifa í líkam-
anum« (Fil. 1, 23.-24.).
Postulinn veit, að það væri m klu betra' að
fá að fara héðan. En er allt sagt með því, að
fara héðan? Hann bætir við: Og vera með Kristi.
Ha,nn fer héðan, og fær að vera með Kristi.
Þegar hann er dáinn, er hann í dánarheimum,
og þar bíður hann upprisunnar. En það er sælt
að vera þar, því að hanoi er þar með Kristi.
Á öðrum stað talar postulinn um þetta og not-
ar þá orðið »að vera heima«. En heima hjá hverj-