Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Síða 40
34
fyrst upp rísa; síðan munum vér,, sem eftir er-
um, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum
til fundar viö Drottin í loftinu, og síðan mun-
um vér vera með Drottni alla tíma«. Þá er bið-
tíminn á enda. Sigurinn er unninn. Allt er dýrð.
Þá erum vér með Drottni alla tíma. En. á meo-
an vér erum í biðherberginu., erum vér með
Drottni í trú. Já, nú í dag, meðan vér erum
hér, erum vér með Drottni í trú. Og ef vér deyj-
um í dag, þá erum vér með Drottni í trú, er
vér komumst inn fyrir tjaldið. Vér erum þar
með honum., vitum af nálægð hans, trúum á
hann, erum í samfélagi við hann. En þegar hinn
dýrlegi upprisudagur rennur npp, íklæðumst
vér dýrðarlíkama. Þá sést fullkominn sigur hins
eilífa lífs. Þá crum vér með Drottni alla tíma.
En þangað til erum vér með Guði í trú og
bíðum hins mikla dags. Hvort sem vér lifum
eða deyjum, erum vér Drottins. Stefán, hinin
fyrsti píslarvottur bað deyjandi: »Herra Jesú,
meðtak þú anda, minn«. Hann dó með þessa
bæn á vörum. Hvert fór hann? Til Paradísar.
Þar bíður hann. Og hér bíðum vér, og brátt
bíðum vér í siánarheimum, bíðum þar 1 trú.
Hvernig er að vera þar? Þar er hvíld, þar
er friður og örugg vissa. Mér finnst ég sjá mynd
af þessu á jólunum. Börnin bíða í næsta her-
bergi, bíða eftir því, að dyrnar opnist, þau vita,
að fyrir innan dyrnar er jólatréð ljósum prýtt.