Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Qupperneq 44
38
er á hlýddu, vildu ekki heyra meir um þetta,
aðrir vildu heyra áframhald næsta dag. Nokkr-
ir tóku þegar í stað trú. Þannig er það enn í
dag, þar sem ákveðin trú er boðuð. Margir segja
nei, aðrir segja já.
Þessi boðskapur hvarf aldrei frá lærisvein-
unum. Páll fékk einu sinni tækifæri til þess
flytja varnarræðu frammi fyrir Agrippu kon-
ungi. Þar var fangi í áheyrn hjá konungi. Hann
horfist í augu við konunginn og segir: »Hvernig
farið þér að telja ótrúlegt, að Guð uppveki
dauða?« Þannig notar hann tækifærið til þess
að vitna um Jesúm.
Þetta var þungamiðjan í prédikun Páls. Jesús
upprisinn.. En lærisveinar Drottins skulu einn-
ig rísa upp.
Þetta er enn í dag fagnaðarerindi kristinnar
kirkju. Hinn mesti sigur er unninn., er Jesús
reis upp frá dauðum. En þessum sigri fylgir
fyrirheitið, að þeir, sem fylgja Drottni, skuli
einn:g mæta honum í upprisunni.
Virðum fyrir oss heilagt orð, er segir svo:
xEn ef andi hans, sem vakti Jesúm frá dauð-
um, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist
Jesúm frá dauoum, og gjöra lifandi dauðlega
iíkami yðar fyrir þann anda hans* sem býr í
yður«. (Róm,. 8, 11.). Það er þess vert, að vér
undirstrikum hvert orð í þessu versi. Guð vakti
Jesúm frá dauðum, og ef andi Guðs býr í oss,