Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 45
39
þá mun einnig dauðlegur líkami vor verða gerð-
ur lifandi, fyrir kraft hins sama anda.
Lesum ennfremur þessi orð í 2. Kor. 4, 14:
»Þar eð vér vitum, að hann, sem vakti upp Drott-
in Jesúm, muni einnig uppvekja oss ásamt Jesú,
og leiða oss fram ásamt yður«. Er þetta ekki
skýrt? Hér er enginn vafi. Hér er ekkert í þoku.
Eg styrkist, ,svo oft af orðunum, sem eru undir
altaristöflunm í Dómkirkjunni: »En Guð hefir
uppvakið Drottin, og svo rnun hanni oss upp-
vekja fyrir sinn kraft«.
Upprisuorðin, sem um aldaraðir hafa geymzt
hjá kristinni kirkju, hafa glætt hina; lifandi von,
veitt kraft á baráttustundum, djörfung á of-
súknatímum,, og huggun á sorgardögumi.
Þegar postulinn hefir talað um upprisuna,
sigurinn, sem i vændum er, bætir hann við:
»Huggið því hver annan með þessum orðum«.
Á fyrstu öldum kristninnnar sættu menn ofsókn-
um vegna trúarinnar, urðu að þola písiir og láta
lífið fyrir trú sína. Enn í dag mæta menn of-
sóknum vegna trúarinnar, en hinum ofsóttu
veitist huggun, því að þeir vita, að þó að líkam-
inn verði deyddur, er ekki hægb að deyða sál-
ina. Þeir vita;, að hið bezta er fram undan.
Þessi orð geymast í hjörtum þeirra: »Það, sem
auga sá ekki, og eyra heyrði ekki, og ekki kom
upp í hjarta nokkúrs manns, allt, það, sem Guð