Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 46
40
hefir fyrirbúið þeim, er el-ska hann (1. Kor.
2, 9.).
Sigurinn mun veitast. Dýrqiin mun birtast.
Þetta vita kristnir menn. Þeir trúa, þessu með
sælli vissu, þó að þeim veitist oft, erfitt að út-
skýra það.
★
Jesús er upprisinn. En það sá enginn, hvernig
upprisan fór fram. Kristnir menn vita, að það
var Guð, sem vakti hann upp írá dauðum, op;
í guðdómsikrafti reis hann upp í dýrðarljóma.
Þetta er trú vor. Á henni byggjum vér von vora
og vissu.
Menn spyrja: Iivernig fer þetta fram? Ég
finn, er menn spyrja mig, að ég get ekki leyst
úr öllum spurningum. En með trú minni svara
ég: Ég trúi því, að þetta verði., þó að ég eigi
erfitt með að útskýra, hvemig það verði.
Þessi spurning hefir mætt mönnunum fyrr
en í dag. Við Pál postula var sagt: »Hvernig
verður þetta? Með hvaða líkama rísa menn
upp?« Páll svarar: »Þú óvitri maðúr«. Hann var
ekki hræddur, hann. fór ekki 1 felur með trú
sína. Þassar spurningar hefir hann oft heyrt.
Oft hefir hann varið trú sína, beitt vopnum
til sóknar og varnar.
Mönnum skjátlast, ef menn hugsa, að af því
að vér lifum á 20. öld, séum vér gáfaðri en þeir,
sem lifðu á 1. og 2. öld. Menn gátu alveg eins