Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 50
44
jörð. Ef þetta er ekki sannleikur, þá er krist-
indómurinn tilbúningur, og þá er prédikun vor
fánýt. Þá erum 'vér á leið til grafar og getum
ekki huggað hver annan með upprisutrú.
En hin gleðifyllta játning býr hjá oss: »En
nú er Kristur upprisinn frá da,uðum«. (I. Kor.
15, 20.). Þessi vissa kallar á gleði og' djörfung
trúarinnar.
Af jörðu ertu kominn. Það finnum vér. Að
jörðu skaltu aftur verða. Það sjáum vér. Af
jörðu skaltu aftur upp rísa. Því trúum vér.
Vér byggjum þetta á orðji Guðs. Það orð verð-
ur ekki fjötrað. Vér trúum á Drottin, sem reis
upp. Vér trúum á upprisuna, trúum á upprisu
holdsins og eilíft líf, trúum á mátt Drottins,
sem lætur þa.ð, sem sáð er í veikleika, rísa upp
í styrkleika.
Vér þökkum Guði fyrir hinn fyrsta páska-
dag, er Jesús reis upp. Vér segjum Guði þakkir
fyrir annan, páskadag, er trúin reis> upp í hjört-
um vorum. Lofum Guð fyrir hinn þriðja páska-
dag, þegar Guðs börn mæta Drottni og fá að
vera með honum alla tíma.
Þótt verði’ eg kaldur’ og kominn í mold,
er kætist, manna hagur, ,
ég veit., að aftur upprísi hold
og aftur kemur dagur.
Það kemur dagur, s,jálf eilífðin. Söderblom