Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Blaðsíða 52
Mótið í Hraungerði.
i.
Samfélagsþörfin hefir verið sterkur þáttur í
kristnu trúarlífi, frá þyrjun. Vér sjáum strax
í Postulasögunni, hversu fagnaðarerindið dró þá,
sem reynt höfðu kraft þess, í sterkt samfélag.
Það, sem sameinaði þá, var einkum tvennt.
Iiið fyrra var sameiginleg gleði yfir hinum
dýrsta fjársjóöi — náð Guðs í Jesú Kristi — og
svo hins vegar þörf á því, að styrkjast sameig-
inlega í þeirri baráttu, sem þeir daglega þurftu
að heyja við íjarskyld og fjandsamleg áhrif
þess heims, sem ekki þekkti G'uð. Kristin trú
hefir ávallt haldið því fram, að hún væri ekki
af þessum' heimi. Og sagan sýnir líka, að líf
kristinna manna og kristins safnaðar, er bar-
átta við þennan heim.
1 þessari baráttu, eins og allri annarri, er
erfitt fyrir einstaklinginn að standa, einm Og
því er samfélagið þeim nauðsynlegur styrkur.
Það kemur líka berlega í ljós, í sögu kristninnar.
1 hvert sinn, sem lífshræring hefir komið upp
innan hennar, hefir heimurinn aukið mótspyrnu