Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 53
47
sína, og- knúið þá. kristnu til sterkara samfélags.
Og á hnignunáítímunum, þegar helzt leit út
íyrir, að heimslegu öflin innan kirkjunnar ætl-
uðu að gleypa allt, þá þrýstust hinir fáu — og
oft fyrirlitnu — trúuðu nær hver cðrum, um
sameig'nlega trú. Og frá þannig trúum og sterk-
um samfélagshópum hefir lífið svo brotizt fram
á ný.
1 öðrum löndum hafa sterkar vakningar geng-
ið yfir. Oft hafa. þær verið svo víðtækar, að heil
lönd hafa hrifizt af þeim. Og með þessum vakn-
ingum kemur samfélagsmeðvitundin. Trúaðir
vinir koma saman til að uppbyggja hverir aðra
í sameiginlegri trú, og styrkjast í baráttunni.
Út frá þessu hafa víða erlendis sprottið trú-
arleg mót. Er þeim þannig háttað, að trúaðir
menn dvelja. saman nokkura daga — draga sig
út úr heiminum — en sameinast um það eitt,
að styrkjast í trúar- og siðferðislífi sinu.
Mót, þessi eru fjölmörg á ári hverju í öðrum
lcndum, og hafa orðið til ómetanlegrar bless-
unar kristnilífinu. Einna kunnust slíkra móta
munu Keswick mótin í Englandi, sem safna
árlega um 7000 manns. Og svo hafa mótin í
Northfielcl í Ameríku, sem Moody stofnaði til,
lengi verið kunn, því út frá þeim hófst, hin
mikla kristniboðsvakning meðal menntamanna,
sem jók hvað mest kristilegu stúdentahreyfing'-
una.