Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1938, Page 55
49
kunnugt orðið. Og sá er tilgangur þessarar
greinar að skýra nokkuð frá því.
II.
UPPHAF.
Hraungerðismótið er ekki fyrsta slíka mótið,
sem haldið hefir verið. Að vísu má segja, að
það sé fyrsta almenna mótið innan evangelisk-
lútherskrar kirkju hér á landi. En tvö undan-
farin sumur höfðu verið haldin samskonar mót,
í smærri stíl. Og þess má geta, að K. F. U. M.
í Reykjavík og Hafnarfirði hafa haldið mót
fyrir ýmsar deildir sínar, bæði í Kaldárseli og
Vatnaskógi. En það voru félagsmót.
Það var sumarið 1936 að fyrsta mótið var
haldið — ef mót skyldi kalla. Svo var mál með
vexti, að uppástunga kom um það, að nokkrir
yngri vinir úr K. F. U. M. í Reykjavík skyldu
nota frídaga verzlunarmanna til að fara
skemmtiför. Og var aðaltilgangur fararinnar
sá, að dvelja saman, út í náttúrunni við bæn
og íhugun Guðs orðs, og endurnæring líkamans.
Voru 16 piltar og stúlkur úr K. F. U. M. og K.
samtaka um hetta, og var þetta þröngur vina-
hópur. Var nú farið að skyggnast um eftir
stað og var loks ákveðið að fara suður í hraun-
hjallana siuður at syðsta tanga Elliðavatns. Eru
hjallarnir sunnan við ás þann, sem fjárhús frá